Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands

Sérfræðingur í netöryggi

SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða metnaðarfullan og reynslumikinn sérfræðing í öryggisteymi í deild innviða og öryggis á sviði upplýsingatækni.

Um er að ræða deild sem annast fjölbreytt verkefni, m.a stöðuga framþróun öryggislausna og tæknilegra kjarnainnviða bankans, sjálfvirknivæðingu leikbóka, samþættingu ógnarupplýsinga og hámörkun á nýtingu þeirra öryggislausna sem Seðlabankinn hefur innleitt.

Öryggisteymið sér um að vakta og vernda gögn, þjónustur og kerfi Seðlabankans og viðskiptavina hans gegn síbreytilegu landslagi ógna. Starfið felur meðal annars í sér vöktun öryggistengdra atburða og viðbrögð þeim tengdum. Þá tekur teymið virkan þátt í innlendu og erlendu samstarfi á vettvangi öryggismála.

Við leitum að einstaklingi með brennandi áhuga á netöryggi og vilja til að eflast í starfi til að tryggja öryggi Seðlabankans eins og best er á kosið.

Helstu verkefni og ábyrgð

·         Framþróun öryggislausna, eftirlits og viðbragða

·         Skjölun og kortlagning öryggisvarna m.a. á móti MITRE ATT&CK

·         Veikleikastjórnun og veikleikaprófanir

·         Vöktun og viðbrögð við öryggistengdum atburðum

·         Framþróun leikbóka til að mæta ógnum og við greiningu atburða

·         Skilgreiningar og vöktun á innri öryggiskröfum fyrir stýrikerfi, hugbúnað, vélbúnað og aðrar upplýsingatæknilausnir

Menntunar- og hæfniskröfur

·         Menntun er nýtist í starfi

·         Umtalsverð reynsla af rekstri netöryggislausna

·         Víðtæk þekking og reynsla af rekstri tölvu- og netkerfa sem nýtist í starfi

·         Þekking og reynsla á Python, Powershell og/eða Kusto Query Language

·         Þekking og reynsla af öryggismálum í helstu skýjalausnum er kostur

·         Lipurð í mannlegum samskiptum og góð hæfni til að vinna sjálfstætt og með öðrum

·         Frumkvæði, skapandi hugsun, jákvæðni, skipulag og metnaður í starfi

·         Gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti

Auglýsing birt8. janúar 2025
Umsóknarfrestur20. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Kalkofnsvegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar