Fjarskiptastofa
Fjarskiptastofa

Sérfræðingur í net- og upplýsingaöryggi 

Ert þú sérfræðingur á sviði net- og upplýsingaöryggis og hefur brennandi áhuga á að taka þátt í að tryggja öryggi mikilvægra innviða hér á landi? Þá býðst þér tækifæri til að nýta þekkingu þína og hæfni í framkvæmd eftirlits og tilstuðlan umbóta á þessu sviði.

Fjarskiptastofa leitar að sérfræðingi til að styrkja teymi sitt við framkvæmd eftirlits á fyrirbyggjandi netöryggisráðstöfunum og stjórnkerfi netöryggis, þar sem áhersla er lögð á áhættumiðaða nálgun og framþróun í takt við hraða þróun stafrænnar tækni. Ef þú vilt taka þátt í að tryggja öryggi samfélagsins og verða hluti af öflugu teymi sem hefur áhrif á framtíð netöryggis á Íslandi, þá er þetta starf fyrir þig.

Um er að ræða spennandi starf í öflugum og vaxandi málaflokki innan stofnunarinnar sem nær til netöryggis mikilvægra innviða hér á landi. 

Starfið heyrir undir sviðsstjóra.

Leitað er að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á net- og upplýsingaöryggismálum, býr yfir ríkum umbótavilja, sterkri áhættuvitund og samskiptahæfni til að taka þátt í að efla netöryggi mikilvægra innviða hér á landi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Framkvæmd úttekta og prófana á sviði net- og upplýsingaöryggis mikilvægra innviða, sér í lagi fjarskiptafyrirtækja og stafrænna grunnvirkja.  
  • Stjórnsýsluskoðanir á alvarlegum öryggisatvikum á sviði netöryggis og/eða netárása hjá fjarskiptafyrirtækjum og mikilvægum innviðum er heyra undir eftirlit stofnunarinnar.
  • Framkvæmd almennra og sértækra áhættumata á sviði fjarskipta- og netöryggis.
  • Þátttaka í innlendu og alþjóðlegu samstarfi á sviði net- og upplýsingaöryggis eftir því sem við á. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði.
  • Reynsla af framkvæmd úttekta, ráðgjafar eða innleiðingu gæðaskipulags á sviði net- og upplýsingaöryggis.
  • Vottun eða þekking á stöðlum á sviði stjórnskipulags upplýsingaöryggis, t.a.m. ISO 27001, er kostur.
  • Færni í að greina og meta upplýsingar er varða stafrænt öryggi. 
  • Samstarfs- og samskiptahæfileikar, jákvæðni, framsækni og heilindi.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.   
Auglýsing birt3. apríl 2025
Umsóknarfrestur21. apríl 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar