Hagvangur
Hagvangur er ráðninga- og ráðgjafafyrirtæki sem býður þjónustu við flest það er snýr að mannauðsmálum. Hjá Hagvangi starfa 8 sérfræðingar, annars vegar við ráðningar og hins vegar við stjórnenda- og mannauðsráðgjöf. Hagvangur hefur alla tíð einbeitt sér að faglegum ráðningum og starfsmannaleit og hefur þjónustað hundruði viðskiptavina við ráðningar, ráðgjöf, persónuleika- og hæfnipróf og margt fleira.
Starfsfólk Hagvangs hefur unnið mikið brautryðjendastarf í ráðningum og ráðgjöf á Íslandi. Áralöng þekking og reynsla af atvinnulífi á Íslandi, breytt tengslanet og gott orðspor eru meðal þeirra þátta sem við erum gríðarlega stolt af. Við höfum það að leiðarljósi að leggja stöðuga áherslu á nýjungar í þjónustu og áreiðanleika í öllum þeim störfum sem við tökum okkur fyrir hendur.
Í upphafi beindust sjónir Hagvangs mest að ráðningum. Fyrst í stjórnunar- og sérfræðistörf en fljótlega fór Hagvangur að bjóða viðskiptavinum sínum alhliða þjónustu við ráðningar á öllum sviðum atvinnulífisins.
Sérfræðingur í mannauðsmálum - Tímabundið starf
Ert þú lausnamiðaður einstaklingur sem nýtur þess að hafa nóg að gera?
Þjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu leitar að sérfræðingi í mannauðsmálum í tímabundið starf til 12 mánaða. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með ráðningum frá upphafi til enda; auglýsingar, viðtöl og skráningar í mannauðskerfi
- Gerð starfsauglýsinga í samstarfi við framkvæmdastjóra og markaðsstjóra
- Móttaka umsókna, boðun og stýring ráðningaviðtala, öflun umsagna
- Gerð ráðningarsamninga og annarra viðauka
- Ýmis mannauðstengd verkefni, svo sem skráningar í kerfi, skýrslugerð og úrvinnsla lykiltalna
- Aðstoð við skipulagninu viðburða á borð við námskeið, starfsmannafundi, vísindaferðir, átaksverkefni innanhúss og annað
- Samstarf og samskipti við stjórnendur og allar deildir fyrirtækisins
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun, t.d. mannauðsstjórnun, viðskiptafræði, sálfræði, er kostur
- Reynsla af svipuðum verkefnum er kostur
- Áhugi á mannauðsmálum og ráðningum
- Skipulögð og lausnamiðuð nálgun við verkefni
- Hæfni til að sinna fjölbreyttum verkefnum samtímis
- Góð samstarfs- og samskiptafærni
Auglýsing birt25. nóvember 2024
Umsóknarfrestur1. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskiptiMetnaðurRáðningarSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSkipulag
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Starfsmaður í áætlanagerð flugáhafna
Air Atlanta Icelandic
Aðalbókari/Launafulltrúi
Atlas Verktakar ehf
Starfsmaður í Innflutning og Pantanir
Rafkaup
Móttökuritari
Kíró ehf.
Skrifstofustarf
Hjálpræðisherinn
Fulltrúi í sjó- og flugdeild
TVG-Zimsen
Öflugur mannauðsráðgjafi óskast til starfa í eitt ár
Velferðarsvið Kópavogsbæjar
Þjónustufulltrúi
KPMG á Íslandi
Sérfræðingur í umsjónardeild á Suðursvæði
Vegagerðin
Þjónustufulltrúi í þjónustudeild Hyundai/Iveco
Hyundai
Verkefnastjóri Vinnustundar
Landspítali
Staða fræðslustjóra í 100% starf
Amnesty International