Velferðarsvið Kópavogsbæjar
Velferðarsvið Kópavogsbæjar
Velferðarsvið Kópavogsbæjar

Öflugur mannauðsráðgjafi óskast til starfa í eitt ár

Velferðarsvið Kópavogsbæjar auglýsir eftir öflugum og drífandi einstaklingi í starf mannauðsráðgjafa á skrifstofu sviðsstjóra. Um er að ræða afleysingu til eins árs vegna fæðingarorlofs.

Mannauðsráðgjafi heyrir undir sviðsstjóra og starfar í náinni samvinnu við hann og aðra stjórnendur á sviðinu. Á skrifstofu sviðsstjóra starfa auk þess tveir verkefnastjórar. Mannauðsráðgjafi velferðarsviðs er virkur þátttakandi í innleiðingu mannauðsstefnu sem og í mótun og innleiðingu stefna og verkferla á sviði mánnauðsmála. Mannauðsráðgjafi velferðarsviðs situr í mannauðsteymi Kópavogsbæjar, sem starfar undir mannauðsstjóra. Mannauðsráðgjafi er einnig í nánu samstarfi við miðlæga launadeild og lögfræðideild bæjarins.

Mannauðsráðgjafi ber ábyrgð á mannauðsmálum velferðarsviðs í samráði við sviðsstjóra og aðra stjórnendur á sviðinu. Hlutverk hans er að stuðla markvisst að auknum gæðum og framþróun í mannauðsmálum innan sviðsins og sinna ráðgjöf við stjórnendur og starfsfólk hvað varðar starfsmannamál, m.a. í fyrirbyggjandi tilgangi, með því markmiði að styrkja og efla starfsfólk velferðarsviðs. Mannauðsráðgjafi vinnur jafnframt að innleiðingu og eftirfylgni ferla og stefna í samstarfi með mannauðsdeild.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ber ábyrgð á mannauðsmálum í samráði við sviðsstjóra og veitir ráðgjöf og stuðning til stjórnenda.
  • Styður stjórnendur innan sviðsins við úrlausn þeirra starfsmannamála sem upp koma og er ráðgefandi í þeim efnum.
  • Umsjón með innleiðingu og eftirfylgni vinnuferla er varða ráðningar og móttöku nýs starfsfólks á sviðinu.
  • Umsjón með innleiðingu mannauðsstefnu Kópavogsbæjar á velferðarsviði.
  • Þátttaka í vinnuhópum á sviði mannauðs og starfsumhverfis eftir því sem við á.
  • Ber ábyrgð á og skipuleggur starfsmannafundi sviðsins í samráði við sviðsstjóra og sér um mánaðarlegt fréttabréf sviðsins.
  • Vinnur að mótun liðsheildar og góðrar vinnustaðamenningar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf á framhaldsstigi (MA, MSc) á sviði mannauðsstjórnunar eða annað sambærilegt nám sem nýtist í starfi er skilyrði.
  • A.m.k. 2ja ára reynsla af starfi í mannauðsmálum er æskileg.
  • Reynsla og þekking af velferðarþjónustu og stjórnsýslu sveitarfélaga er mikill kostur.
  • Reynsla og þekking af breytingastjórnun og innleiðingu breytinga er kostur.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, skipulagshæfileikar og lausnamiðuð nálgun.
  • Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð, frumkvæði, eljusemi, seigla og metnaður.
  • Hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti.
Fríðindi í starfi
  • 36 stunda vinnuvika
  • Sundkort
  • Heilsuræktarstyrkur
Auglýsing birt23. nóvember 2024
Umsóknarfrestur8. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Valkvætt
Mjög góð
Staðsetning
Vallakór 4, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.BreytingastjórnunPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MannauðsstjórnunPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.RáðningarPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar