Starfsmaður í áætlanagerð flugáhafna
Flugfélagið Atlanta ehf. leitar að metnaðarfullum og lausnamiðuðum einstaklingi í áhafnadeild félagsins. Deildin annast skipulagningu mannafla, útgáfu vinnuskráa og samskipti við áhafnir.
Um er að ræða fjölbreytt starf í lifandi umhverfi þar sem sterkir skipulagshæfileikar og nákvæmni eru lykilatriði.
Viðkomandi þarf að sýna sjálfstæð vinnubrögð en eiga jafnframt auðvelt með að vinna í teymi.
- Annast mönnun áhafna á flugvélum félagsins
- Umsjón með útgáfu vinnuskráa áhafna
- Sjá til þess að vinnuskrár séu í samræmi við lög, reglur og kjarasamninga
- Skipulagning þjálfunar áhafna félagsins
- Gæta þess að flugáhafnir hafi tilskilin réttindi í gildi hverju sinni
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg
- Framúrskarandi samskiptafærni
- Mjög gott vald á ensku (annað tungumál er kostur)
- Góð Excel kunnátta og skipulagsfærni
- Reynsla úr flugheimi er kostur
Um Air Atlanta Icelandic:
Flugfélagið býður uppá sérsniðnar lausnir á sviði flugrekstrar bæði á farþega- og fraktmarkaði. Félagið hefur verið starfrækt frá 1986 og stendur á sterkum grunni. Höfuðstöðvar félagsins eru í Kópavogi þar sem starfa rúmlega 100 manns, en flugstarfsemi fer fram um víða veröld.
Við leitum eftir öflugu fólki til að ganga til liðs við sterka liðsheild.