Air Atlanta Icelandic
Air Atlanta Icelandic
Air Atlanta Icelandic

Starfsmaður í áætlanagerð flugáhafna

Flugfélagið Atlanta ehf. leitar að metnaðarfullum og lausnamiðuðum einstaklingi í áhafnadeild félagsins. Deildin annast skipulagningu mannafla, útgáfu vinnuskráa og samskipti við áhafnir.

Um er að ræða fjölbreytt starf í lifandi umhverfi þar sem sterkir skipulagshæfileikar og nákvæmni eru lykilatriði.

Viðkomandi þarf að sýna sjálfstæð vinnubrögð en eiga jafnframt auðvelt með að vinna í teymi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Annast mönnun áhafna á flugvélum félagsins
  • Umsjón með útgáfu vinnuskráa áhafna
  • Sjá til þess að vinnuskrár séu í samræmi við lög, reglur og kjarasamninga
  • Skipulagning þjálfunar áhafna félagsins
  • Gæta þess að flugáhafnir hafi tilskilin réttindi í gildi hverju sinni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg
  • Framúrskarandi samskiptafærni
  • Mjög gott vald á ensku (annað tungumál er kostur)
  • Góð Excel kunnátta og skipulagsfærni
  • Reynsla úr flugheimi er kostur

 

Um Air Atlanta Icelandic:

Flugfélagið býður uppá sérsniðnar lausnir á sviði flugrekstrar bæði á farþega- og fraktmarkaði. Félagið hefur verið starfrækt frá 1986 og stendur á sterkum grunni. Höfuðstöðvar félagsins eru í Kópavogi þar sem starfa rúmlega 100 manns, en flugstarfsemi fer fram um víða veröld.

 

Við leitum eftir öflugu fólki til að ganga til liðs við sterka liðsheild.

Auglýsing birt26. nóvember 2024
Umsóknarfrestur8. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hlíðasmári 3, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar