Rapyd Europe hf.
Rapyd Europe hf.
Rapyd Europe hf.

Sérfræðingur í launavinnslu

Rapyd óskar eftir að ráða til sín sérfræðing í launavinnslu. Viðkomandi mun hafa umsjón með launavinnslu Rapyd á Íslandi og taka þátt í alþjóðlegu starfi mannauðsteymis.

Hjá Rapyd á Íslandi eru rúmlega 200 starfsmenn en á alþjóðavísu telur starfsfólk Rapyd yfir 800 manns.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með launavinnslu fyrir yfir 200 starfsmenn
  • Umsjón með launa- og tímaskráningarkerfum
  • Stöðugar endurbætur á launaferlum og verkferlum
  • Umsjón með jafnlaunakerfi sem og árlegum úttektum
  • Verkefni í samstarfi við alþjóðlegt launa- og hlunnindateymi
  • Greiningar á launum og öðrum hlunnindum
  • Önnur verkefni innan mannauðsteymis í samstarfi við mannauðsstjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
  • 3+ ára reynsla af launavinnslu
  • Marktæk reynsla af notkun Kjarna og/eða H3
  • Þekking á tímaskráningarkerfum er kostur
  • Færni til að greina gögn og setja fram upplýsingar
  • Miklir skipulagshæfileikar og nákvæmni
  • Heiðarleiki og fagmennska við meðferð trúnaðarupplýsinga
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
Fríðindi í starfi
  • Samgöngustyrkur
  • Heilsustyrkur
  • Sveigjanleiki í starfi
  • Mötuneyti
Auglýsing stofnuð4. júlí 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Dalshraun 3, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar