Íslandsbanki
Íslandsbanki er alhliða banki sem leggur áherslu á að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna og á sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1875. Bankinn leggur áherslu á traustan rekstur og að hafa jákvæð áhrif í samfélaginu en hlutverk bankans er að vera hreyfiafl til góðra verka svo viðskiptavinir okkar nái árangri. Með framtíðarsýnina að vera #1 í þjónustu að leiðarljósi vinna þrjár viðskiptaeiningar þétt saman til þess að viðhalda góðum viðskiptasamböndum.
Hjá Íslandsbanka starfa um 750 manns sem hafa ástríðu fyrir árangri og vinna að lausnum fyrir viðskiptavini með fagmennsku að leiðarljósi. Við leggjum áherslu á að skapa virði til framtíðar með traustum rekstri og framúrskarandi þjónustu.
Sérfræðingur í innheimtu
Við leitum að jákvæðum, metnaðarfullum og umbótamiðuðum liðsfélaga til að slást í öflugan hóp Innheimtu bankans. Milli- og löginnheimta tilheyrir Viðskiptaumsjón sem er á Fjármálasviði bankans.
Viðkomandi þarf að búa yfir góðri hæfni í mannlegum samskiptum ásamt því að vera lausnamiðaður á sama tíma og verklagsreglum er fylgt.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Milli- og löginnheimta vegna vanskila á kröfum Íslandsbanka hf.
- Samskipti og samningar við viðskiptavini vegna vanskila.
- Samskipti við aðrar einingar bankans vegna vanskilamála.
- Samskipti og upplýsingagjöf til skiptastjóra vegna gjaldþrotamála.
- Yfirferð vinnuleiðbeininga og verklagsreglna.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun kostur en ekki skilyrði
- Frumkvæði, drifkraftur og sjálfstæð vinnubrögð
- Umbótahugsun og geta til að einfalda og auka skilvirkni
- Þjónustulipurð og samskiptahæfni
- Góð tölvukunnátta og skipulagshæfni
- Hæfni til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni
- Þekking á innheimtu er kostur
Auglýsing birt19. nóvember 2024
Umsóknarfrestur30. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Hagasmári 3, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
Fljót/ur að læraFrumkvæðiHeiðarleikiMannleg samskiptiMetnaðurSamviskusemiStundvísiSveigjanleikiVandvirkniVinna undir álagiÞjónustulundÞolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Sérfræðingur í greiningum og fjárfestingum
Heimar
Microsoft Dynamics 365 F&O consultant (ráðgjafar)
HSO Iceland
Ráðgjafi, fjárhagskerfi viðskiptavina
HSO Iceland
Öflugur bókari óskast til HMS
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Viðskiptalausnir fyrirtækja - sérfræðingur
Landsbankinn
Þjónustufulltrúi á skrifstofu á Seyðisfirði
Stjórnsýslu-og fjármálasvið
Verkefnastjóri á skrifstofu Starfsmannafélags Kópavogs
Starfsmannafélag Kópavogs
Internal Controls Specialist
Alvotech hf
SEO & Integration Specialist
Icelandair
Sérfræðingur í viðskiptagreiningu
Míla hf
Sérfræðingur - Gagnavinnsla
Netorka
Viðskiptastjóri útflutnings / Key Account Manager of Export
Saltverk