Eimskip
Eimskip
Eimskip

Sérfræðingur í greininga- og verkefnadeild á Innanlandsviði

Eimskip leitar að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í fullt starf sérfræðings greininga- og verkefnadeildar Innanlandsviðs Eimskips.

Hjá Eimskip innanlands starfar úrvalshópur starfsmanna í fjölbreyttum störfum. Sviðið er leiðandi í innanlandsflutningum og vörudreifingu, vöruhúsa- og frystigeymslustarfsemi. Þá heyrir dótturfyrirtækið Sæferðir einnig undir sviðið og fasteignaumsjón.

Á sviðinu starfa tæplega 400 starfsmenn á 18 starfsstöðvum víðsvegar um landið. Lögð er áhersla á jöfn tækifæri í heilbrigðu starfsumhverfi. Eimskip leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Tekju- og kostnaðargreining
  • Framsetning gagna og skýrslugerð
  • Mánaðarleg uppgjör
  • Afstemmingar og frávikagreining
  • Undirbúningur og aðstoð við áætlunargerð
  • Þátttaka í umbótaverkefnum
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Mjög góð hæfni í greiningu og framsetningu gagna
  • Mjög góð þekking á Excel
  • Góð þekking á Power BI er kostur
  • Góð samskiptahæfni og frumkvæði
  • Nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð
  • Umbótasinni
  • Þekking á sviði reikningshalds er kostur
  • Reynsla af SAP kostur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Fríðindi í starfi
  • Öflugt Starfsmannafélag sem rekur m.a. orlofshús víðs vegar um landið
  • Heilsu- og hamingjupakki fyrir starfsfólk sem inniheldur m.a. heilsuræktarstyrk, sálfræðiþjónustustyrk, samgöngustyrk og fleira
  • Gott mötuneyti og matur niðurgreiddur fyrir starfsfólk
  • Farsímaáskrift og net heima
  • Nútímaleg vinnuaðstaða
  • Sveigjanlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi
Auglýsing birt16. október 2024
Umsóknarfrestur27. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Klettagarðar 15, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.Power BIPathCreated with Sketch.SAPPathCreated with Sketch.Uppgjör
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar