DHL Express Iceland ehf
DHL Express Iceland ehf
DHL Express Iceland ehf

Innheimtufulltrúi

DHL Express Iceland ehf. óskar eftir að ráða starfsmann í innheimtu í fjárhagsdeild fyrirtækisins á starfsstöð sinni í Ármúla 3, 108 Reykjavík.

Leitað er að metnaðarfullum, árangurdrifnum, og sjálfstæðum einstakling með ríka þjónustulund sem er reiðubúinn að takast á við krefjandi verkefni í fjölbreyttu alþjóðlegu starfsumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Samskipti við viðskiptavini, aðstoð með úrlausn mála.
  • Fylgjast með greiðsluskuldbindingu viðskiptavina og sjá um innheimtu á útistandandi kröfum.
  • Skráning á gögnum viðskiptavina, uppsetning og samstilling milli kerfa.
  • Stuðningur við bókhaldsdeild.
  • Annast innri og ytri endurskoðun varðandi innheimtumál og fjárhagslega afstemmingu og önnur tilfallandi verkefni í fjárhagsdeild.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og/eða reynsla af störfum við innheimtu kostur.
  • Menntun og/eða reynsla af störfum bókara kostur.
  • Reynsla af notkun viðskipta-og upplýsingarkerfa skilyrði.
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Jákvæðni og góðir samskiptahæfileikar.
  • Góð Excel-og almenn tölvukunnátta.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
  • Hreint sakavottorð er skilyrði.
Fríðindi í starfi
  • Niðurgreiddur hádegismatur, skv. stefnu fyrirtækisins.
  • Árlegur lýðheilsustyrkur skv. stefnu fyrirtækisins. 
  • Menntastyrkur skv. stefnu fyrirtækisins. 
Auglýsing birt11. október 2024
Umsóknarfrestur28. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Ármúli 3, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfstemmingPathCreated with Sketch.ÁrsreikningarPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SkýrslurPathCreated with Sketch.Uppgjör
Starfsgreinar
Starfsmerkingar