Taktikal
Taktikal
Taktikal

Sérfræðingur á fjármálasviði

Taktikal leitar að öflugum sérfræðingi á fjármálasviði í 60% starf á skrifstofu Taktikal í Reykjavík.

Leitað er að einstaklingi með viðeigandi menntun og góða þekkingu á bókhaldi, áætlanagerð, kostnaðarmati og greiningu rekstrargagna. Starfsreynsla á sviði fjármála, bókhalds, áætlanagerðar og stjórnunar er skilyrði. Góð kunnátta í notkun tölvu- og upplýsingatækni auk almennrar þekkingar á fjármálakerfum er einnig skilyrði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fjármál og rekstur, þar með talin dagleg fjárstýring, bókhald og launavinnsla 

  • Lánadrottnavinnsla þ.m.t. yfirferð á reikningum, kreditkortum og samantektir fyrir VSK skil

  • Reikningagerð og innheimta

  • Uppgjör og áætlanagerð

  • Skýrslugerð og skil til framkvæmdastjóra og stjórnar 

  • Samskipti við viðskiptavini, endurskoðendur félagsins og aðra hagaðila

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun er nýtist í starfi

  • Reynsla af áætlanagerð 

  • Reynsla af fjárhagsbókhaldi og uppgjörum 

  • Gott fjármálalæsi og greiningarhæfni

  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

  • Framúrskarandi þjónustulund

  • Gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti

Fríðindi í starfi
  • Samkeppnishæf laun
  • Matar- og líkamsræktarstyrkir
  • Internet heimatenging
Auglýsing birt11. október 2024
Umsóknarfrestur20. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Borgartún 25, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfstemmingPathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.Payday
Starfsgreinar
Starfsmerkingar