Ráðgjafi í rekstri
Rekstraráðgjafi hjá RML veitir bændum og hagsmunaraðilum ráðgjöf í rekstri í landbúnaði.
· Starf í ráðgjafarteymi RML sem sinnir rekstrarráðgjöf í landbúnaði.
· Vinna við rekstrar- og fjármögnunaráætlanir fyrir bændur.
· Vinna við rekstrargreiningar í búrekstri.
· Þróun og sala á ráðgjöf á landsvísu í samstarfi við aðra starfsmenn RML.
· Önnur verkefni s.s. vinna við gerð og þróun líkana í excel, þátttaka í nýsköpunarverkefnum og samskipti við fjármálastofnanir.
· Háskólapróf sem nýtist í starfi.
· Góð kunnátta á excel er nauðsyn.
· Þekking á dk-Búbót bókhaldskerfinu eða sambærilegu kerfi er kostur.
· Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð skilyrði.
· Reynsla og þekking á verkefnastjórnun æskileg.
· Góðir samskiptahæfileikar.