Íslandsbanki
Íslandsbanki
Íslandsbanki

Sérfræðingur í gagnavísindum (e. Data Scientist)

Íslandsbanki leitar að jákvæðri, metnaðarfullri og áhugasamri manneskju í starf sérfræðings í gagnavísindum (Data Scientist) hjá einu þekktasta og virtasta fyrirtæki landsins.

Tilgangur okkar er að vera hreyfiafl til góðra verka og við trúum því að skynsamleg hagnýting gagna sé ein af grunnstoðum þess að veita viðskiptavinum okkur framúrskarandi þjónustu.

Gagnateymi Íslandsbanka er á spennandi vegferð með það að leiðarljósi að byggja upp nútímalega gagnainnviði til framtíðar. Sem sérfræðingur í gagnavísindum munt þú gegna lykilhlutverki við hagnýtingu vélanáms og annarar þróaðrar gagnatækni, ásamt tölfræðigreininga til að leysa flókin viðskiptavandamál.

Þú munt taka þátt í þverfagleglu samstarfi við að þróa, innleiða og viðhalda forspárlíkönum og greiningarlausnum sem bæta upplifun viðskiptavina og innri starfsemi bankans.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þátttaka í fjölbreyttum þverfaglegum vélanámsverkefnum sem styðja við þjónustu og rekstur bankans, t.d. peningaþvættisvarnir, svikagreiningu, markhópaflokkun, vöruráðgjöf, lánaákvarðanir ofl.
  • Vinna við gagnaundirbúning, skipulagningu gagna, líkanaval og mat.
  • Þróun, innleiðing og ítrun reiknirita og forspárlíkana sem styðja við fjölbreyttar viðskiptaaðgerðir.
  • Koma flóknum greiningarniðurstöðum og innsýn á framfæri við hagsmunaaðila á skýran og hnitmiðaðan hátt.
  • Náið samstarf með starfsmönnum gagnateymis að uppbyggingu og þróun nútímalegra og sveigjanlegra gagnainnviða.
  • Fylgjast með nýjustu straumum og stefnum í gagnavísindum og vélanámi með hagnýtingu þess í starfsemi bankans í huga.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Jákvætt hugarfar, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Meistaragráða í gagnavísindum, tölfræði, eðlisfræði, tölvunarfræði eða tengdu sviði.
  • Haldbær reynsla af starfi við gagnavísindi og vélanámi
  • Mjög góð hæfni í Python eða R.
  • Reynsla af vélanámsumhverfum og söfnum (t.d. scikit-learn, TensorFlow, PyTorch).
  • Mjög góð hæfni í SQL
  • Reynsla af því að vinna með mismunandi gagnalindir, s.s. venslaða gagnagrunna, gagnalón, skrár og vefþjónustur.
  • Sterk greiningar- og vandamálalausnarhæfni, með traustan skilning á tölfræðiaðferðum og gagnagreiningartækni.
  • Hæfni til þess að vinna í teymi og hafa með höndum fleiri en eitt verkefni hverju sinni.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni, með getu til að skýra tæknileg hugtök fyrir hagsmunaðilum og framreiðslu innsýna
Fríðindi í starfi
  • Gott og sveigjanlegt vinnuumhverfi
  • Fjölbreytt verkefni
  • Samkeppnishæf laun
  • Tækifæri til að vaxa og þróast
Auglýsing stofnuð19. júní 2024
Umsóknarfrestur2. júlí 2024
Staðsetning
Hagasmári 3, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.GagnagreiningPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.PythonPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SQLPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar