Eignarekstur ehf
Eignarekstur ehf. er annað stæðsta fyrirtæki landsins í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög fasteigna. Fyrirtækið var stofnað haustið 2015 og býr yfir víðtækri reynslu og þekkingu í rekstri fjöleignarhúsa, bæði atvinnu- og íbúðarhúsnæðis.
Gildi Eignareksturs eru hagkvæmni, samstaða og traust.
Stefna Eignareksturs er að uppfylla ávallt væntingar og þarfir viðskiptavina með það markmið að veita framúrskarandi og persónulega þjónustu. Við leggjum okkur fram við að setja okkur vel inn í sérhvert verkefni, til að fyrirbyggja misskilning, finna rétta lausn með sem fæstum milliliðum. Lögð er áhersla á vönduð vinnubrögð og góðan starfsanda.
Hjá okkur starfar öflugur hópur 8 einstaklinga með fjölbreyttan bakgrunn og menntun.
Við leggjum mikið upp úr teymavinnu og góðum anda á vinnustaðnum, jákvæðum samskiptum og umhverfi sem öllum líði vel í. Vinnan er bæði krefjandi og skemmtileg og liðsheildin góð, sem skilar sér í árangri og líflegu vinnuumhverfi þar sem áhersla er lögð á samvinnu og fagmennsku.
Eignarekstur leggur áherslu á að skapa starfsfólki tækifæri til að þróast í starfi og takast á við krefjandi verkefni sem efla það og styrkja. Við leggjum okkur fram við að allir njóti jafnra tækifæra á vinnustaðnum og metum allt starfsfólk að verðleikum.
Sérfræðingur í bókhaldsdeild
Við hjá Eignarekstri húsfélagaþjónustu óskum eftir að ráða sérfræðing í bókhaldsdeild í tímabundið starf með möguleika á framtíðarstarfi.
Um 100% starf er að ræða með sveigjanlegum vinnutíma. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Við hvetjum öll kyn til þess að sækja um.
Leitað er að áhugasömum og lífsglöðum liðsfélaga sem vill takast á við skemmtileg og fjölbreytt verkefni sem snúa að hús- og rekstrarfélögum í lifandi starfsumhverfi meðal góðra samstarfsfélaga.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Færsla bókhalds, uppgjör og afstemmning
- Framkvæmdauppgjör og fjármálagreiningar
- Gerð kostnaðar- og innheimtuáætlana
- Gerð ársreikninga
- Samskipti við viðskiptavini, sími og tölvupóstur
Menntunar- og hæfniskröfur
- Þekking og reynsla af bókhalsstöfum er skilyrði
- Sjálfstæði í starfi og hæfni í mannlegum samskiptum
- Skipulagshæfni, nákvæmni, samviskusemi, vandvirkni og talnagleggni
- Góð almenn tölvukunnátta (Business Central, Excel, Word, Outlook, CRM)
- Góð íslenskukunnátta
- Lausnamiðuð og skilvirk vinnubrögð
Fríðindi í starfi
- Sveigjanlegur vinnutími
- Fræðslustyrkur
- Íþróttastyrkur
- Öflug skemmtinefnd sem stendur fyrir reglulegum viðburðum
Auglýsing birt3. janúar 2025
Umsóknarfrestur17. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Krókháls 5A, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Fljót/ur að læraMicrosoft Dynamics 365 Business CentralMicrosoft ExcelSamviskusemiSkipulagVandvirkni
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Bókhald - Laun - Fjármál
Rafkaup
Viltu vinna hjá Deloitte á Akureyri?
Deloitte
BÓKARI
Samherji hf.
Bókari / Skrifstofa 50-100% starf
Stíflutækni
Skrifstofustjóri / Bókari
Steinsteypan
Bókari/uppgjörsaðili
HSE Bókhald & Uppgjör ehf.
Starf í viðskiptaþjónustu Löggiltra endurskoðenda ehf
Löggiltir endurskoðendur ehf
Starfsmaður í bókhald
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Bókari - hlutastarf
Karl K. Karlsson - Bakkus ehf.
Bókari 50%
Vélar og skip ehf.
Reyndur bókari
Flügger Litir
Gjaldkeri
Luxury Adventures