Samtök atvinnulífsins
Samtök atvinnulífsins
Samtök atvinnulífsins

Sérfræðingur á miðlunarsviði Samtaka atvinnulífsins

Ert þú miðlunargúrú með brennandi áhuga á málefnum atvinnulífsins?

Samtök atvinnulífsins leita að skapandi og öflugum einstaklingi til að ganga til liðs við miðlunarsvið sitt þar sem yfirgripsmiklum málefnum Samtaka atvinnulífsins og íslensks atvinnulífs er miðlað á vandaðan og árangursríkan hátt. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni sem krefjast getu til að greina, skrifa og miðla efni þvert á ólíka markhópa; atvinnulíf, stjórnsýslu og almenning.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skrif og efnisvinnsla um fjölbreytt málefni
  • Málefnastarf og útgáfumál – virk þátttaka í mótun efnis og miðlun
  • Stafræn markaðssetning
  • Töluleg og textaleg úrvinnsla, greining, samþætting, framsetning og miðlun efnis þ.á.m. gerð glærukynninga 
  • Náið samstarf við forstöðumenn og sérfræðinga þvert á svið samtakanna; efnahagssvið, málefnasvið, miðlunarsvið og vinnumarkaðssvið 
  • Umsjón með vinnslu á efni fyrir fréttabréf, prent og  margmiðlun
  • Aðstoð við skipulagningu ráðstefna og funda 
  • Innri- og ytri samskipta- og markaðsmál eftir atvikum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Framúrskarandi íslenskukunnátta sem nýtist í vandaðri textagerð og miðlun efnis
  • Skipulagshæfileikar og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Haldbær reynsla af vinnslu efnis (e. content creation) og árangursríkri stafrænni markaðssetningu er æskileg
  • Geta til að vinna efni þvert á vinnsluforrit
  • Geta til að lesa úr tölulegum upplýsingum og greiningum
  • Lagni í mannlegum samskiptum
  • Teymishugsun, jákvæðni, frumkvæði og þjónustumiðuð nálgun
  • Sveigjanleiki og geta til að vinna undir álagi í lotum
  • Haldbær þekking á íslenskum vinnumarkaði er mikill kostur
Auglýsing stofnuð1. júlí 2024
Umsóknarfrestur8. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Borgartún 35, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Textagerð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar