Orkuveitan
Orkuveitan
Orkuveitan

Sérfræðingur á fjármálasviði – tímabundið starf

Fjármálasvið Orkuveitunnar leitar að lausnamiðuðum einstaklingi í tímabundið starf til eins árs.

Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni á sviði fjármálagreininga og kostnaðareftirlits fyrir dótturfélagið Veitur.

Um er að ræða krefjandi hlutverk þar sem unnið er þétt með stjórnendum og lykilaðilum innan samstæðunnar að þróun og eftirfylgni með rekstrartölum

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Eftirlit og greining á fjárhagstölum og frávikum
  • Undirbúningur og úrvinnsla mánaðarlegra uppgjöra og kynninga
  • Samstarf við teymi innan Orkuveitunnar og Veitna við umbætur og innleiðingu nýrra lausna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði fjármála, hagfræði eða viðskiptafræði
  • Reynsla af greiningarvinnu og uppgjörum
  • Góð þekking á Excel; reynsla af Power BI er kostur
  • Frumkvæði, nákvæmni og góð hæfni í samskiptum
Auglýsing birt23. desember 2025
Umsóknarfrestur8. janúar 2026
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar