FSRE
FSRE
FSRE

Financial controller - Sérfræðingur í fjármálum

Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir (FSRE) leitar að metnaðarfullum og gagnadrifnum einstaklingi með umfangsmikla þekkingu á uppgjörum í starf leiðandi sérfræðings á sviði fjármála og eignastýringar.

FSRE rekur eitt af stærstu fasteignafélögum landsins auk þess að bera ábyrgð á og stýra uppbyggingu innviða og aðstöðu fyrir ríkisaðila. Fjárhagslegt umfang nemur um 30 milljörðum á ári og skiptist í þrjár einingar; bókhalds- og uppgjörsþjónusta framkvæmdaverkefna, innheimta leigu og rekstur eigna auk reksturs FSRE.

Um er að ræða leiðandi hlutverk í krefjandi umhverfi sem krefst mikilla samskipta við starfsfólk, viðskiptavini og birgja. Í því felst tækifæri til að þróa áfram umbótaverkefni og sjálfvirknivæðingu ferla.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Undirbúningur og framkvæmd innra eftirlits
  • Skýrslugerð fyrir innri og ytri hagsmunaaðila
  • Undirbúningur fjárhagsuppgjöra í samvinnu með fjármálastjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði fjármála, reikningshalds eða skyldum greinum. Framhaldsmenntun er kostur.
  • Reynsla af uppgjörsvinnu og fjármálastjórnun er skilyrði.
  • Þekking á lögum um opinber fjármál, innra eftirliti og reikningsskilastöðlum.
  • Hæfni í greiningu fjárhagsupplýsinga og framsetningu gagna.
  • Frumkvæði, metnaður, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð.
  • Ríkir samskiptahæfileikar, jákvætt og lausnamiðað viðhorf.
  • Mjög góð tölvufærni, reynsla í skýrslugerð í PowerBi er mikill kostur.

Góð færni í íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli.

Auglýsing birt19. desember 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Borgartún 26, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁrsreikningarPathCreated with Sketch.SkýrslugerðPathCreated with Sketch.Uppgjör
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar