TG raf ehf.
TG raf ehf.
TG raf ehf.

Reynslumiklir rafvirkjar óskast til starfa í Árborg

TG raf leitar að metnaðarfullum og reynslumiklum rafvirkja til að bætast í hóp okkar í starfsstöð TG raf í Árborg. Við erum samheldið og traust teymi sem vinnur fjölbreytt og spennandi verkefni með áherslu á framúrskarandi og persónulega þjónustu.

Ef þú ert með sveinspróf í rafvirkjun, hefur reynslu í faginu og starfar sjálfstætt, þá gæti þetta verið starfið fyrir þig! Verkefnin okkar spanna allt frá nýlögnum og viðhaldi á mannvirkjum til viðhalds og breytinga í virkjunum ásamt því að þjónusta sveitarfélagið Árborg.

Helstu verkefni og ábyrgð

Nýbyggingar 

Viðhald raflagna 

Nýsmíði og viðhald í virkjunum 

Menntunar- og hæfniskröfur

Sveinspróf í rafvirkjun 

Reynsla í rafvirkjun

Sjálfstæði, áreiðanleiki og vönduð vinnubrögð

Skipulag og öryggisvitund 

Jákvætt viðhorf og lipurð í samskiptum 

Við bjóðum þér

Sterkt teymi þar sem lögð er áhersla á samstarf og starfsþróun 

Vinnufatnað og niðurgreidd verkfæri 

Ýmsa heilsustyrki 

Farsímahlunnindi 

Vinnubifreið 

Umsóknarfrestur er til og með 30.apríl, unnið verður úr umsóknum jafnóðum

Nánari upplýsingar veita sviðsstjórarnir Jobbi, sími 691-7103 og Eyþór í síma 692-3687

Auglýsing birt4. apríl 2025
Umsóknarfrestur30. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Háheiði 9, 800 Selfoss
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar