Reykhólaskóli auglýsir eftir deildarstjóra grunnskóladeildar
Deildarstjóri (3) grunnskóla 100% starf með 50% stjórnunarumfang (næsti yfirmaður er skólastjóri).
● Að vinna að stjórnun og kennslu samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra.
● Faglegur leiðtogi innan skóla í að stuðla að framþróun og nýbreytni í kennsluháttum.
● Virk þátttaka í daglegri stjórnun skólans.
● Vinna samkvæmt lögum, stefnu skólans og Reykhólahrepps.
● Halda utan um forföll og leyfi starfsmanna í skólanum í samvinnu við skólastjóra.
● Samstarf við foreldra og aðra fagaðila.
● Kemur að vinnu við skólanámskrá, starfsáætlun og mati á skólastarfi í samstarfi við stjórnendateymi skólans og skólasamfélagið.
● Ber ábyrgð á heimasíðu skólans.
● Kennsla er um það bil 50% starfsins en ræðst af verkaskiptingu stjórnenda (mikilvægt að deildarstjóri hafi góða yfirsýn á nemendahópinn).
● Er staðgengill skólastjóra.
● Önnur verkefni sem deildarstjóra kunna að vera falin.
● Kennaramenntun, leyfisbréf til kennslu og kennslureynsla.
● Reynsla af stjórnun og stjórnunarstörfum í grunnskóla er æskileg.
● Viðbótarmenntun sem nýtist í starfi er kostur.
● Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi samskiptahæfni.
● Þekking og reynsla af leiðsagnarnámi, teymiskennslu og samþættu þemanámi er kostur.
● Sýnir metnað í starfi, sjálfstæði, drifkraft og áhuga fyrir skólaþróun.
● Hefur skipulagshæfileika og er tilbúin/n að leita nýrra leiða í skólastarfinu.
● Góð íslenskukunnátta.
Flutningsstyrkur