Reykhólahreppur
Reykhólahreppur
Reykhólahreppur

Leikskólakennari óskast

Um er að ræða 100% stöðu leikskólakennara á Hólabæ, leikskóladeild Reykhólaskóla á Reykhólum frá og með 1. janúar 2025. Næsti yfirmaður er deildarstjóri leikskóla.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.

Meginverkefni
Uppeldi og menntun: Vinnur að uppeldi og menntun barnanna. Fylgist vel með velferð þeirra og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.

Stjórnun og skipulagning:

  • Tekur þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
  • Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra.

Foreldrasamvinna:

  • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.
  • Situr foreldrafundi, sem haldnir eru á vegum leikskólans.

Annað:

  • Tekur þátt í samstarfi við ýmsar stofnanir og sérfræðinga sem tengjast leikskólanum í samráði við deildarstjóra.
  • Situr starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varðar starfsemi leikskólans.
  • Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.
Menntunar- og hæfniskröfur

LLeikskólakennararéttindi eða önnur uppeldismenntun

·       Góð íslenskukunnátta

·       Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum

·       Góðir samskiptahæfileikar og færni í mannlegum samskiptum

·       Jákvæðni og frumkvæði 

·       Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

·       Hreint sakavottorð

Fríðindi í starfi

Árskort í sundi og flutningsstyrkur

Auglýsing birt31. október 2024
Umsóknarfrestur30. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Skólabraut 1, 380 Reykhólahreppur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar