Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Aðstoðardeildarstjóri í tómstundamiðstöð - Hraunvallaskóli

Hraunvallaskóli auglýsir eftir aðstoðardeildarstjóra í tómstundamiðstöð í fullt starf. Vinnutíminn er virkir dagar frá 8-16/9-17.

Tómstundamiðstöð Hraunvallskóla samanstendur af frístundaheimilinu Hraunsel og félagsmiðstöðinni Mosanum. Í frístundaheimilinu Hraunsel er boðið upp á fjölbreytt tómstundastarf fyrir nemendur á aldrinum 6-9 ára eftir að hefðbundnum skóladegi líkur til kl. 16:30 alla virka daga, óháð getu, þroska eða fötlun en sérstök áhersla er lögð á að koma til móts við alla hópa. Félagsmiðstöðin Mosinn er fyrir börn og unglinga í 5.-10. bekk og er opin að jafnaði þrjú kvöld/eftirmiðdaga í viku. Aðaláherslan er á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir alla í 5.-10. bekk. Markmið starfsins er að gefa börnum og unglingum tækifæri til að stunda skapandi og þroskandi félagsstarf í heilbrigðu umhverfi á jafnréttisgrundvelli.

Hraunvallaskóli er heildstæður grunnskóli staðsettur í fallegu umhverfi í hrauninu í Vallarhverfi í Hafnarfirði. Einkunnarorð skólans eru vinátta, samvinna og ábyrgð. Unnið er samkvæmt SMT-skólafærni sem þýðir að áhersla er lögð á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun gaum og skapa jákvæðan skólabrag.

Verkefni aðstoðardeildarstjóra:

Aðstoðardeildarstjóri tekur þátt í að skipuleggja og móta fjölbreytta dagskrá í samstarfi við börn og unglinga sem tekur mið af áhugamálum þeirra hverju sinni. Hann ber ábyrgð á öryggi og vellíðan barna og starfsfólks, skapar andrúmsloft sem einkennist af gagnkvæmri virðingu, jákvæðum samskiptum og lýðræðislegum vinnubrögðum. Hann vinnur náið með deildarstjóra tómstundamiðstöðvar og sér um skipulagningu, undirbúning og framkvæmd á fjölbreyttu tómstundastarfi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Umsjón og ábyrgð með starfsemi tómstundamiðstöðvar ásamt deildarstjóra
  • Sinnir forvarna- og fræðslustarfi um ýmis málefni sem tengjast börnum og ungmennum
  • Skipulagning og framkvæmd verkefna og viðburða
  • Sér til þess að upplýsingaflæði til barna, foreldra/forsjáraðila og samstarfsaðila sé virkt
  • Stýrir verkaskiptingu milli starfsmanna og veitir leiðsögn um framkvæmd starfseminnar
  • Stuðlar að góðu samstarfi við ýmsa aðila, s.s. foreldra/forsjáraðila, skóla, félagsþjónustu, aðrar félagsmiðstöðvar og frístundaheimili, aðrar stofnanir og samtök sem vinna að málefnum barna og unglinga
  • Starfar með nemendum með sértækan vanda
  • Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni og samkvæmt starfslýsingu.

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Bakkalár háskólapróf s.s. á sviði uppeldis og menntunarfræða, tómstundarfræði eða annað háskólanám sem nýtist í starfi.
  • Skipulags- og stjórnunarhæfileikar
  • Reynsla og áhugi af starfi með börnum og ungmennum
  • Áhugi á málefnum barna og forvörnum
  • Þekkingu á að vinna með hópastarf
  • Reynsla af þverfaglegu samstarfi
  • Æskilegt er að viðkomandi hafi unnið í frístundaheimili eða félagsmiðstöð
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í starfi
  • Almenn tölvukunnátta
  • Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
  • Samskipta- og samstarfshæfni í mannlegum samskiptum.

Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Ferilskrá fylgi umsókn.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir skólastjóri, gudbjorgn@hraunvallaskoli.is, Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri, gudbjorgi@hraunvallaskoli.is, Arnbjörg Mist Ásgeirsdóttir deildarstjóri tómstundamiðstöðvar, arnbjorga@hraunvallaskoli.is eða í síma 590 2800.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.

Umsóknarfrestur er til og með 18. nóvember 2024.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika

Auglýsing birt8. nóvember 2024
Umsóknarfrestur18. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (21)
Hafnarfjarðarbær
Starfsfólk á þjónustukjarna fyrir fatlað fólk - Drekavellir
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Skóla- og frístundaliði í baðvörslu - Hraunvallaskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Umsjónarkennari á miðstigi - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Deildarstjóri yngsta stigs – Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Sérkennari/þroskaþjálfi - Leikskólinn Hörðuvellir
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Umsjónarkennari í miðdeild - Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Stærðfræðikennsla í unglingadeild – Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Deildarstjóri í sértækt búsetu úrræði
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Náms- og starfsráðgjafi - Hraunvallaskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk - Steinahlíð
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Deildarstjóri - Hraunvallaleikskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Sérkennari/þroskaþjálfi - Leikskólinn Víðivellir
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Kennari - Leikskólinn Álfasteinn
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Skóla- og frístundaliði - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Sérkennari - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Tónmenntakennari í afleysingar út skólaárið, frá 1. janúar 2025 - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Listgreinakennari - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Náttúrufræði- og stærðfræðikennari á unglingastig– Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Kennarar – Heilsuleikskólinn Hamravellir
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Leikskóla- og frístundaliði - Heilsuleikskólinn Hamravellir
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Leikskóla- og frístundaliði - Hraunvallaleikskóli
Hafnarfjarðarbær