Leikskólinn Sunnufold
Leikskólinn Sunnufold
Leikskólinn Sunnufold

Deildastjóri í Sunnufold

Við leitum að kraftmiklum og skapandi kennara sem er tilbúinn að koma með okkur í spennandi vegferð í Sunnufold. Við erum í skemmtilegri framþróun og viljum fá til liðs við okkur öflugan liðsmann í stjórnendateymi okkar. Halda gleðinni á lofti og styrkja trú barnanna á eigin getu svo þau verði reiðubúin að takast á við frekara nám á næsta skólastigi.

Í Sunnufold leggjum við mikið upp úr jákvæðu og skemmtilegu starfsumhverfi þar sem liðsheild einkennir starfsmannahópinn okkar. Við trúum því að ánægja og vellíðan sé forsenda þess að blómstra, hvort sem það er í leik og námi barna eða í starfi fullorðinna. Leikskólinn er fimm deilda og með tvær starfsstöðvar í Foldunum - Frosta og Loga. Við njótum okkar í náttúru garðanna okkar auk þess sem við nýtum okkur það fallega umhverfi sem Grafarvogurinn býður upp á. Við erum sterkur hluti af samfélagi okkar og erum í góðu samstarfi skólana og frístundastarfið í hverfinu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna þar sem leikur er uppspretta lærdóms.
  • Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og starfsáætlun.
  • Stjórnun, skipulagning og mat á starfi á deildarinnar.
  • Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna á deildinni.
  •  Er í stjórnendateymi leikskólans og tekur þátt í gerð skólanámskrár, starfsáætlunar og þróunarverkefnum.
  • Ber ábyrgð á upplýsingagjöf og samvinnu við foreldra.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara.
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum.
  • Faglegur metnaður og lausnamiðuð hugsun.
  • Frumkvæði, áhugi og vilji til að leita nýrra leiða.
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
  •  Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Krafa er um Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
Fríðindi í starfi
  • 36 tíma vinnuvika
  •  Sundkort og heilsuræktarstyrkur
  •  Menningarkort - bókasafnskort
  • Samgöngustyrkur
  •  Hádegismatur
Auglýsing birt6. nóvember 2024
Umsóknarfrestur20. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Frostafold 33, 112 Reykjavík
Logafold 18, 112 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar