PCC BakkiSilicon
PCC BakkiSilicon
PCC BakkiSilicon

Móttökuritari

PCC BakkiSilicon leitar að skipulögðum, lausnamiðuðum og drífandi móttökustjóra.

PCC BakkiSilicon hóf rekstur árið 2018 og er ein fremsta verksmiðja á sínu sviði í heiminum bæði þegar litið er til tækni og umhverfismála. Kísil málmur er notaður sem álblanda og er nýttur í efnaiðnaði meðal annars til framleiðslu á síoxönum og sílíkoni. Í verksmiðjunni okkar á Húsavík starfa um 150 manns í fjölbreyttum störfum. Fyrirtækið leggur áherslu á jöfn tækifæri starfsfólks, teymisvinnu og starfsanda, ásamt ríkri öryggis og umhverfisvitund. Við leitum nú að umsækendum vegna starfs Móttökuritara, til að ganga til liðs við okkar frábæra teymi. Móttökuritari starfar innan fjármáladeildar og heyrir undir fjármálastjóra.
Við hvetjum fólk til að sækja um óháð kyni.
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Móttaka gesta
  • Móttaka og umsýsla með póst
  • Símsvörun
  • Skráning reikninga í bókhaldskerfi
  • Skráning skjala í gæðakerfi
  • Innkaup á skrifstofuvörum
  • Skipuleggja fundi
  • Aðgangsstýring gesta og útgáfa aðgangskorta
  • Ferðabókanir
  • Ýmis önnur tilfallandi verkefni á sviði fjármála og innkaupa
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stúdentspróf
  • Mjög góð þjónustulund
  • Frumkvæði og ábyrgð
  • Framúrskarandi samskiptahæfni
  • Tölvukunnátta
  • Íslenska og enska í rituðu og töluðu máli
Auglýsing birt18. desember 2024
Umsóknarfrestur2. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Bakkavegur 2, 640 Húsavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar