Hótel Grímsborgir
Hótel Grímsborgir

Gestamóttaka - dagvakt

Hótel Grímsborgir leitar að starfsmanni í gestamóttöku á dagvakt.

Hjá Keahótelum ríkir góður starfsandi og sækjumst við eftir að ráða jákvæða einstaklinga með brennandi áhuga á ferðaþjónustu til liðs við okkur, sem einnig búa yfir ríkri þjónustulund og metnaði til að fara fram úr væntingum gesta okkar.

Unnið er á 12 tíma vöktum eftir 2-2-3 vaktafyrirkomulagi. Vinnutími er á milli 08:00-20:00 eða 10:00-22:00.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fagleg móttaka, upplýsingagjöf og þjónusta við gesti
  • Almenn umsjón með bókunum
  • Innritun og útritun gesta
  • Gerð reikninga
  • Viðhalda skipulagi og hreinlæti í móttöku og lobbísvæði
  • Móttaka og úrlausn kvartana og athugasemda
  • Símsvörun og svörun fyrirspurna í tölvupósti
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð færni í samskiptum, jákvætt viðmót og rík þjónustulund
  • Færni til að vinna í teymi
  • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Menntun sem tengist starfi kostur
  • Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
  • Gott vald á íslensku og ensku skilyrði, þriðja tungumál kostur
Auglýsing birt14. desember 2024
Umsóknarfrestur27. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Ásborgir 48, 801 Selfoss
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar