Hótel Grímsborgir
Hótel Grímsborgir býður upp á gistingu, veitingar og þjónustu fyrir allt að 240 gesti. Hótelið er staðsett í Grímsnesi við Gullna Hringinn á bökkum Sogsins. Einstaklega friðsæll staður í aðeins 45 mín. fjarðlægð frá Reykjavík.
Hótel Grímsborgir opnaði fyrst sumarið 2009 og býður upp á gistingu í glæsilegum Superior herbergjum, Junior svítum, Svítum og íbúðum með verönd eða svölum og heitum pottum.
Veitingastaður og bar sem tekur allt að 230 manns í sæti.
Fundar og ráðstefnusalir sem taka allt að 120 manns í sæti.
Keahótel ehf. reka 10 hótel en þau eru Hótel Borg, Sand Hótel, Apótek Hótel, Skuggi Hótel, Storm Hótel og Reykjavík Lights í Reykjavík, Hótel Kea á Akureyri, Sigló Hótel á Siglufirði, Hótel Grímsborgir og Hótel Kötlu Vík í Mýrdal.
Keahótel er spennandi vinnustaður þar sem starfar samheldinn hópur með fjölbreyttan bakgrunn. Við leggjum áherslu gott viðmót, þjónustulund, metnað, hæfni, og frumkvæði með það að leiðarljósi að skapa eftirsóknarvert og skilvirkt vinnuumhverfi og ánægða viðskiptavini.
Gestamóttaka - næturvatk
Hótel Grímsborgir leitar að starfsmanni í gestamóttöku á næturvakt.
Hjá Keahótelum ríkir góður starfsandi og sækjumst við eftir að ráða jákvæða einstaklinga með brennandi áhuga á ferðaþjónustu til liðs við okkur, sem einnig búa yfir ríkri þjónustulund og metnaði til að fara fram úr væntingum gesta okkar.
Unnið er á 12 tíma vöktum eftir 7-7 vaktafyrirkomulagi. Vinnutími er á milli 20:00-08:00.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fagleg móttaka, upplýsingagjöf og þjónusta við gesti
- Almenn umsjón með bókunum
- Innritun og útritun gesta
- Viðhalda skipulagi og hreinlæti í móttöku og lobbísvæði
- Móttaka og úrlausn kvartana og athugasemda
- Símsvörun og svörun fyrirspurna í tölvupósti
- Aðstoð við frágang og þrif í sameiginlegum rýmum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð færni í samskiptum, jákvætt viðmót og rík þjónustulund
- Færni til að vinna í teymi
- Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Menntun sem tengist starfi kostur
- Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
- Gott vald á íslensku og ensku skilyrði, þriðja tungumál kostur
Auglýsing birt14. desember 2024
Umsóknarfrestur27. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Ásborgir 48, 801 Selfoss
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (7)
Gestamóttaka - dagvakt
Hótel Grímsborgir
Volcano Express leitar að starfsfólki / We are hiring!
Volcano Express
Volcano Express leitar að Sýningarstjóra / Ride Operator
Volcano Express
DYRAVÖRÐUR/Doorman (valid Icelandic doorman licence only)
Kaffibarinn ehf
Bílstjóri/Driver Into the Glacier
Into the Glacier
Starfsmaður í íþróttamannvirki
Skautahöllin Akureyri
Gestgjafar Sky Lagoon / Hosts at Sky Lagoon
Sky Lagoon