Mannauðssviðs Skattsins leitar að sérfræðingi í launavinnslu
Mannauðssvið Skattsins leitar að traustum og öflugum einstaklingi í launavinnslu með aðkomu að ýmsum mannauðstengdum verkefnum. Um er að ræða 100% starf í höfuðstöðvum Skattsins, Katrínartúni 6. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Unnið er með mannauðs- og launakerfi ríkisins, Orra.
Hjá Skattinum starfa tæplega 500 einstaklingar sem sinna fjölbreyttum verkefnum á 12 starfsstöðvum um allt land. Gildi Skattsins eru fagmennska, framsækni og samvinna.
Meginstefna Skattsins í mannauðsmálum byggir á gagnkvæmu trausti, samvinnu, tillitssemi og virðingu á milli allra innan stofnunarinnar þar sem leitast er við að stuðla að öflugri liðsheild í hvetjandi, heilsueflandi og öruggu umhverfi. Mannauðurinn er lykilþáttur í árangri Skattsins í því að veita framúrskarandi þjónustu á sviði skatta og tolla, tollgæslu og innheimtu.
Lögð er áhersla á starfsmiðaða þekkingu og þróun mannauðs þar sem leitast er við að ávallt sé ráðið hæfileikaríkt starfsfólk þar sem jafnréttisstefnu Skattsins er fylgt til að sem jöfnustu hlutfalli kynja í sambærilegum störfum sé gætt.
· Skráning og yfirferð ráðningar- og launagagna.
· Eftirlit með rafrænni skráningu.
· Eftirlit með réttri framkvæmd kjarasamninga.
· Samskipti og leiðbeiningar til stjórnenda vegna launa- og viðverukerfa.
· Önnur mannauðstengd verkefni á sviðinu.
· Háskólamenntun sem nýtist í starfi (lágmarksmenntun er bakkalár gráða).
· Reynsla af launa- og/eða bókhaldsvinnslu.
· Reynsla og/eða þekking á kjarasamningum.
· Reynsla af mannauðsmálum er kostur.
· Rík þjónustulund, jákvæðni og frábærir samskiptahæfileikar.
· Skipulögð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð.
· Lausnamiðuð hugsun og sveigjanleiki.
· Greiningarhæfni og talnalæsi.
· Gott vald á íslensku í töluðu og rituðu máli.
· Geta til að vinna undir álagi.
· Góð almenn tölvukunnátta.
· Hreint sakavottorð.