Skatturinn
Skatturinn fer með álagningu og innheimtu skatta, gjalda og tolla auk þess að sinna eftirliti með skattskilum og viðskiptum og flutningum yfir landamæri.
Starfsmaður óskast í glæsilegt mötuneyti
Viltu starfa í glæsilegu mötuneyti Skattsins og Fjársýslunnar, Hverfanda Bistro?
Við leitum að skapandi og jákvæðum liðsauka með brennandi áhuga á heilsusamlegri matreiðslu og bakstri til að starfa með flottum hópi í nýju mötuneyti Skattsins og Fjársýslunnar í Katrínartúni þar sem daglega er töfraður fram hádegisverður fyrir um 300 manns. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi dagvinnustarf til framtíðar.
Ef þú ert skapandi, jákvæður og hefur ástríðu fyrir matargerð, þá er þetta tækifærið fyrir þig!
Helstu verkefni og ábyrgð
- Undirbúningur og framreiðsla hollra og bragðgóðra máltíða.
- Þátttaka í gerð matseðla með áherslu á fjölbreytni og næringargildi í samstarfi við matreiðslumeistara.
- Umsjón og þátttaka við undirbúning veitinga á ýmsum starfsmannatengdum viðburðum.
- Frágangur, þrif, vörumóttaka og önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf eða sambærileg menntun.
- Reynsla af starfi á sviði matreiðslu.
- Áhugi á hollri og næringarríkri matseld og bakstri.
- Sjálfstæði, hugmyndaauðgi og skapandi hugsun.
- Skipulögð og fagleg vinnubrögð.
- Jákvæðni, góð samskiptahæfni og frábær þjónustulund.
- Drifkraftur og frumkvæði til verka.
- Snyrtimennska og reglusemi.
- Geta til að vinna undir álagi.
- Góð íslenskufærni.
- Hreint sakavottorð.
Auglýsing birt10. september 2024
Umsóknarfrestur23. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Katrínartún 6
Starfstegund
Hæfni
EldhússtörfFljót/ur að læraFramreiðslaFrumkvæðiHeiðarleikiHreint sakavottorðHugmyndaauðgiJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurReyklausSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagStundvísiSveigjanleikiTeymisvinnaTóbakslausUppvaskVinna undir álagiÞjónustulundÞrif
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Kokkur
Kársnes ehf.
Skólaliði í Vatnsendaskóla
Vatnsendaskóli
Vaktstjóri í sal
Strikid Restaurant
Vilt þú vaxa með okkur? Fjölbreytt störf í boði!
IKEA
Leikskólinn Ævintýraborg Nauthólsveg - mötuneyti
Skólamatur
Starf í glænýju mötuneyti
Embla Medical | Össur
Professional Chef at Public House Gastropub
Public House Gastropub
Miðlægt eldhús í Reykjanesbæ
Skólamatur
Aðstoðarmatráður óskast til starfa á leikskólann Reykjakot
Leikskólinn Reykjakot
Matreiðslumaður / Chef
Kringlukráin
Næturstarfsmenn/night shifts
Bæjarins beztu pylsur
Part-Time Grill Cook & Front of House Team Member
Grái Kötturinn