

Mannauðs- og launafulltrúi
Heilbrigðisstofnun Suðurlands leitar að drífandi og metnaðarfullum mannauðs- og launafulltrúa sem vill láta til sín taka og hafa raunveruleg áhrif. Um er að ræða spennandi og fjölbreytt starf fyrir einstakling með reynslu og áhuga á mannauðs- og launamálum, sem nýtur þess að vinna í nánu samstarfi við stjórnendur og starfsfólk.
Í starfinu fær viðkomandi tækifæri til að veita faglega ráðgjöf, sinna launavinnslu og launagreiningum, móta og þróa mannauðsmál og stuðla að umbótum þvert á stofnunina, samhliða því að sinna mannauðsmálum eininga HSU í Vestmannaeyjum.
Starfsstöð er í Vestmannaeyjum, en viðkomandi verður hluti af öflugu launa- og mannauðsteymi HSU sem er með starfsstöðvar á Selfossi og í Rangárþingi.
Unnið er í nánu samstarfi þvert á starfseiningar, með það sameiginlega markmið að styðja við starfsfólk og stjórnendur.
- Almenn launavinnsla og yfirferð í vinnustund
- Upplýsingagjöf til starfsfólks um laun, mannauðs- og kjaramál
- Ráðgjöf til stjórnenda og starfsfólks
- Starfsmannasamtöl, endurgjöf og fræðsla
- Þátttaka í stafrænum umbreytingum og verkferlum á launa- og mannauðssviði
- Þátttaka í stefnumótun í mannauðsmálum
- Þátttaka í úttektum og framsetningu tölulegra gagna um mannauð
- Ýmis önnur verkefni sem styðja við velferð starfsfólks
- Önnur verkefni falin af framkvæmdarstjóra mannauðs
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði
- Framhaldsmenntun og/eða starfsreynsla á sviði mannauðsmála er skilyrði
- Þekking á Orra mannauðskerfi ríkisins er kostur
- Þekking á kjarasamningum ríkisins er kostur
- Þekking á PowerBI er kostur
- Þekking á starfsumhverfi í heilbrigðisþjónustu æskileg
- Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt hugarfar
- Frumkvæði, skipulagshæfni, sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð
- Góð almenn tölvukunnátta
- Mjög góð íslenskukunnátta skilyrði ásamt góðri enskukunnáttu
- Hreint sakavottorð og gott orðspor
Íslenska
Enska









