

Spennandi starf í mannauðsdeild Ístaks
Við hjá Ístaki leitum að jákvæðri og drífandi manneskju til að ganga til liðs við mannauðsdeildina okkar í tímabundið starf til 18 mánaða, vegna fæðingarorlofs. Möguleiki er á að staðan verði breytt í framtíðarstarf að tímabili loknu.
Um er að ræða starf mannauðstengils með áherslu á ráðningar og móttöku nýrra starfsmanna. Starfið býður upp á fjölbreytt og krefjandi verkefni, ásamt frábæru tækifæri til að öðlast reynslu og þekkingu sem nýtist vel í frekari störfum á sviði mannauðsmála.
Í mannauðsdeild Ístaks starfa fimm frábærar manneskjur sem styðja við stjórnendur og starfsfólk fyrirtækisins. Lögð er áhersla á samvinnu, traust og að nýta styrkleika hvers og eins. Teymið vinnur markvisst að því að skapa jákvætt og faglegt starfsumhverfi þar sem árangur næst saman.
Við leitum að áreiðanlegum einstaklingi sem er sjálfstæður, sýnir frumkvæði, vönduð vinnubrögð og verður öflug viðbót í sterkt mannauðsteymi Ístaks.
- Aðstoð við ráðningar og fagleg ráðgjöf til stjórnenda.
- Umsjón með ráðningarferlum.
- Lausn einstakra starfsmannamála.
- Skráning og miðlun upplýsinga.
- Tryggja aðgengi starfsmanna að þjónustu mannauðsdeildarinnar.
- Skipuleggja flutning starfsfólks milli verkstaða, landshluta og jafnvel landa.
- Háskólamenntun í mannauðsstjórnun, mannfræði, sálfræði eða skyldum greinum.
- Reynsla af mannauðsmálum er kostur.
- Góð kunnátta í pólsku og ensku er skilyrði; kunnátta í íslensku er kostur.
- Mjög góð skipulagshæfni, hæfni í mannlegum samskiptum og löngun til að læra og þróast í starfi.
Enska
Íslenska
Pólska




