

Sérfræðingur í mannauðsmálum á flugrekstrarsviði
Hefur þú áhuga á að starfa við mannauðsmál í líflegu, krefjandi og fjölbreyttu vinnuumhverfi? Inflight Operations leitar að árangursdrifnum, lausnamiðuðum og skipulögðum mannauðssérfræðingi til liðs við teymi sem leiðir ráðningar og dagleg mannauðsmál flugfreyja og flugþjóna í nánu samstarfi við forstöðumann Inflight Operations og mannauðsdeild félagsins. Teymið starfar í umboði forstöðumanns sviðsins og sinnir daglegri stjórnun, stuðningi og eftirfylgni með mannauðsmálum flugfreyja og flugþjóna. Meðal stærri verkefna sem teymið sinnir árlega, eru ráðningar flugfreyja og flugþjóna, en það er eitt viðamesta ráðningarferli landsins, þar sem þúsundir umsókna berast árlega.
Helstu verkefni:
- Daglegur stuðningur við starfandi flugfreyjur og flugþjóna í mannauðsmálum
- Upplýsingamiðlun, skráning og viðhald gagna í innanhússkerfum
- Undirbúningur og framsögn á starfsmannafundum
- Starfsmannasamtöl, endurgjöf og fræðsla
- Ráðningar og móttaka starfsfólks
- Samræming og eftirfylgni markmiða í mannauðsmálum
- Þátttaka í umbótaverkefnum og eftirfylgni þeim tengdum
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi (t.d. á sviði mannauðsstjórnunar eða vinnusálfræði)
- Víðtæk reynsla og þekking af mannauðsmálum (minnst 2-3 ára reynsla)
- Rík þjónustulund og framúrskarandi samskiptahæfileikar
- Reynsla af framsögn og fræðslu
- Vönduð vinnubrögð og frumkvæði í starfi
- Góð tölvufærni; þekking á Canva og/eða öðrum hönnunarforritum er kostur
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Umsóknir:
Umsóknarfrestur er til 2. febrúar 2026. Kynningarbréf og ferilskrá skulu fylgja umsókn.
Stefna Icelandair er að stuðla að jafnrétti og fjölbreytileika á meðal starfsfólks og einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um.
Nánari upplýsingar veita:
Anna Lilja Björnsdóttir, Director Inflight Operations – [email protected]
Elmar Bergþórsson, People Manager – [email protected]
Íslenska
Enska




















