Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Málastjóri - Geðheilsuteymi HH vestur

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) leitar að einstaklingi í starf málastjóra við Geðheilsuteymi HH vestur sem er þverfaglegt meðferðarteymi. Teymið er til húsa að Skúlagötu 21. Um er að ræða 80-100% tímabundið starf til eins árs með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. júní eða eftir nánara samkomulagi.

Við Geðheilsuteymi HH vestur starfa reynslumiklir hjúkrunarfræðingar, geðlæknar, sálfræðingar, notendafulltrúi, félagsráðgjafar, fjölskyldufræðingar, iðjuþjálfi, íþróttafræðingur og skrifstofustjóri þar sem unnið er í þéttri og góðri samvinnu að málum þjónustuþega í jákvæðu og hvetjandi starfsumhverfi. Áhersla er lögð á að veita einstaklingsmiðaðan stuðning og handleiðslu. Unnið er eftir batahugmyndafræði þar sem einstaklingsmiðuð þjónusta ýtir undir styrkleika og bjargráð notenda.

Boðið verður upp á 3 mánaða innleiðingu í starf með mentor og áhersla lögð á að veita einstaklingsmiðaðan stuðning og handleiðslu.

Ef þú hefur áhuga á vinna í fjölbreytilegri samfélagsgeðþjónustu og í öflugri teymisvinnu, þar sem góður starfsandi ríkir, þá er þetta spennandi tækifæri.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Málastjórn, þ.e. hafa umsjón og yfirlit yfir meðferð og úrræði notendahóps
  • Vinna í þverfaglegu meðferðarteymi 
  • Samþætta meðferð og leita leiða til að bæta líðan þjónustuþega 
  • Setja fram meðferðaráætlun og sinna reglulegu endurmati 
  • Námskeiðahald
  • Sinna ráðgjöf og fræðslu til notenda og aðstandenda
  • Viðtöl á starfsstöð og/eða í heimavitjunum
  • Skipulagning og þátttaka í fjölskyldufundum
  • Samstarf við aðra fagaðila innan og utan heilsugæslunnar
  • Þátttaka í þróun og uppbyggingu meðferðarteymis
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsleyfi frá Landlækni, hjúkrunarfræði eða félagsráðgjöf. 
  • Viðbótarnám eða sérnám, sem nýtist í starfi æskilegt
  • Reynsla af vinnu með einstaklinga með geðraskanir skilyrði
  • Reynsla af teymisvinnu æskileg
  • Framúrskarandi samskiptahæfni, framsýni og metnaður í starfi skilyrði
  • Frumkvæði í starfi og góðir skipulagshæfileikar
  • Hæfni og geta til að starfa í þverfaglegu teymi
  • Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
  • Reynsla af fræðslu- og námskeiðahaldi æskileg
  • Hæfni og áhugi á verkefnavinnu
  • Góð íslenskukunnátta og góð almenn tölvukunnátta skilyrði
Auglýsing stofnuð23. apríl 2024
Umsóknarfrestur8. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Skúlagata 21, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FélagsráðgjafiPathCreated with Sketch.HjúkrunarfræðingurPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar