Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Iðjuþjálfi - Geðheilsuteymi taugaþroskaraskana

Hefur þú brennandi áhuga á að starfa í þverfaglegu teymi við meðferð, ráðgjöf og greiningu?

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar að iðjuþjálfa í nýtt starf innan Geðheilsuteymis taugaþroskaraskana, en teymið fer ört stækkandi.

Teymið sinnir einstaklingum 18 ára og eldri með þroskahömlun, klínískan geðrænan vanda og/eða krefjandi hegðun. Skjólstæðingar teymisins hafa oft á tíðum annan fjölþættan taugaþroska og/eða sjúkdóma. Áhersla er lögð á þverfaglegt starf og unnið er þvert á stofnanir innan heilbrigðis- og velferðarþjónustu á landsvísu.

Ef þú hefur áhuga á að vinna í frábæru þverfaglegu teymi sem sinnir samfélagsgeðþjónustu og í öflugri teymisvinnu, þar sem góður starfsandi ríkir, þá er þetta spennandi tækifæri.

Um er að ræða 60 – 100 % ótímabundið starf, ráðið er í starfið frá 1.ágúst eða eftir nánara samkomulagið.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Ábyrgð á iðjuþjálfun, mati á árangri og framvindu meðferðar.
 • Iðjuþjálfi vinnur í samvinnu við einstaklinginn með því að efla og viðhalda iðju og færni hans. 
 • Fræðsla og ráðgjöf til einstaklinga, aðstandenda og umhverfis/stuðningsaðila.
 • Virk þátttaka í þverfaglegu teymi, samstarfi við sveitafélög og stofnanir.
 • Þátttaka í fagþróun.
 • Önnur tilfallandi verkefni eftir þörfum
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Íslenskt starfsleyfi í iðjuþjálfun
 • Þekking og reynsla af vinnu með fólki með þroskahömlun og/eða geðrænan vanda æskileg
 • Þekking á geðheilbrigðis- og taugaþroskavanda einstaklinga
 • Reynsla af notkun matstækja er kostur
 • Faglegur metnaður og sjálfstæði í starfi
 • Frumkvæði og öguð vinnubrögð
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og áhugi til að starfa í þverfaglegu teymi
 • Góð íslenskukunnátta, skilyrði
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Hreint sakavottorð
Fríðindi í starfi
 • Heilsustyrkur
 • Stytting vinnuvikunnar
 • Tækifæri til sí- og endurmenntunar
Auglýsing stofnuð22. apríl 2024
Umsóknarfrestur21. maí 2024
Staðsetning
Vegmúli 3, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.HjúkrunarfræðingurPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar