Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Teymisstjóri - Heimahjúkrun HH

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar eftir hjúkrunarfræðingi í ótímabundið starf teymisstjóra í heimahjúkrun. Um er að ræða 100% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sinnir heimahjúkrun í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði og er með aðsetur í nýju og glæsilegu húsnæði að Miðhrauni 4 í Garðabæ. Hlutverk heimahjúkrunar er að veita einstaklingsmiðaða hjúkrun sem er sérsniðin að þörfum hvers og eins þar sem forvarnir, heilsuvernd, heilsuefling, fagleg þekking og samstarf eru höfð að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Megin starfssvið er stýring teymis sem veitir víðtæka hjúkrun í heimahúsum vegna andlegrar og líkamlegrar skerðingar eða vegna langvinnra sjúkdóma. Teymisstjóri ber ábyrgð á gerð þjónustuplans teymisins og ber samábyrgð með öðrum teymum á heildarþjónustu heimahjúkrunar. Teymisstjóri styður við einstaklinga og aðstandendur þeirra sem og samstarfsfólk. Hann skipuleggur og sér um verkstjórn og framkvæmd þeirrar hjúkrunar sem þörf er á hverju sinni hjá skjólstæðingahópi teymisins. Hann tryggir góð samskipti og samvinnu við aðrar sjúkrastofnanir og heilbrigðisstéttir með hagsmuni skjólstæðings að leiðarljósi. Náið samstarf er við móttökuteymi varðandi umfang innskrifta.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt hjúkrunarleyfi
  • Reynsla af klínískri heimahjúkrun æskileg
  • Reynsla af verkefnastjórnun æskileg
  • Fjölbreytt reynsla í hjúkrun
  • Góð samskipta- og skipulagshæfni
  • Faglegur metnaður og reynsla af teymisvinnu
  • Gilt ökuleyfi og hreint sakavottorð
  • Góð íslensku og enskukunnátta
Fríðindi í starfi
  • Heilsueflingarstyrkur
  • Stytting vinnuviku
  • Tækifæri til sí- og endurmenntunar
Auglýsing stofnuð2. maí 2024
Umsóknarfrestur21. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Miðhraun 4, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.HjúkrunarfræðingurPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar