Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Hjúkrunarfræðingur - Heimahjúkrun HH

Heimahjúkrun HH leitar eftir hjúkrunarfræðingum til starfa. Um er að ræða ótímabundin störf þar sem starfshlutfall er frá 20 -100% eða eftir nánara samkomulagi. Vinnufyrirkomulag er samkomulagsatriði en til greina kemur bæði dagvinna og vaktavinna. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sinnir heimahjúkrun í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði og er með aðsetur í nýju og stórglæsilegu húsnæði að Miðhrauni 4 í Garðabæ. Hlutverk heimahjúkrunar er að veita einstaklingsmiðaða hjúkrun þar sem forvarnir, heilsuvernd, heilsuefling, fagleg þekking og samstarf er haft að leiðarljósi. Einstaklingsmiðuð heimahjúkrun er sérsniðin að þörfum hvers og eins.

Helstu verkefni og ábyrgð

Hjúkrunarfræðingur vinnur náið með teymisstjóra. Starfssvið hjúkrunarfræðings í heimahjúkrun er að veita víðtæka hjúkrun í heimahúsum vegna langvinnra sjúkdóma, andlegrar og líkamlegrar skerðingar. Hjúkrunarfræðingur styður við einstaklinga og aðstandendur þeirra ásamt því að skipuleggja og veita þá hjúkrun sem þörf er á hverju sinni. Hann er einnig í samskiptum og samvinnu við aðrar sjúkrastofnanir og heilbrigðisstéttir með hagsmuni skjólstæðings að leiðarljósi.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt hjúkrunarleyfi 
  • Fjölbreytt reynsla af hjúkrun er æskileg 
  • Faglegur metnaður og áhugi á teymisvinnu 
  • Reynsla og áhugi á geðhjúkrun kostur 
  • Mikil samskiptahæfni og rík þjónustulund 
  • Sjálfstæði í starfi 
  • Góð almenn tölvuþekking
  • Gilt ökuleyfi 
  • Hreint sakavottorð 
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði
Fríðindi í starfi
  • Heilsueflingarstyrkur
  • Stytting vinnuviku
  • Tækifæri til sí- og endurmenntunar
Auglýsing stofnuð11. apríl 2024
Umsóknarfrestur6. maí 2024
Staðsetning
Miðhraun 4, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.HjúkrunarfræðingurPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar