Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Hamraborg

Heilsugæslan Hamraborg auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í 100% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. september 2024 eða eftir nánara samkomulagi.

Við leitum að hjúkrunarfræðingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg verkefni á spennandi vettvangi sem er í sífeldri þróun. Á heilsugæslunni í Hamraborg er góð samvinna fagstétta og frábær starfsandi, jafnframt er stutt í helstu stofnbrautir og góðar samgöngur í kring. Á stöðinni starfa sérfræðingar í heimilislækningum, almennir læknar, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, sálfræðingar, félagsráðgjafi, sjúkraþjálfari, skrifstofustjóri og ritarar.

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Helstu verkefni og ábyrgð

HH Hamraborg er með hjúkrunarmóttöku sem sinnir fólki á öllum aldri. Þá sinna hjúkrunarfræðingar bráðaerindum, bókuðum tímum og símaráðgjöf ásamt að svara Heilusveruskilaboðum og einnig erindum sem ekki eru bráð s.s. ferðamannaheilsuvernd og sárameðferð ásamt heilsueflandi móttöku. Heilsueflandi móttaka felur í sér mat á heilsu skjólstæðinga og þörf þeirra á heilsueflingu.

Skólahjúkrunarfræðingur sinnir reglubundnu heilbrigðiseftirliti nemenda og fræðslu. Auk þess sinnir hann öðrum viðfangsefnum sem upp kunna að koma í samstarfi við annað starfsfólk skólans og foreldra eftir þörfum hverju sinni.

Ung og smábarnavernd eflir heilsu, vellíðan og þroska ungra barna með reglulegum heilsufarsskoðunum ásamt stuðningi og heilbrigðisfræðslu til fjölskyldna þeirra.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt hjúkrunarleyfi 
  • Reynsla af heilsugæsluhjúkrun kostur
  • Framúrskarandi samskiptahæfni 
  • Faglegur metnaður 
  • Reynsla af og áhugi á teymisvinnu 
  • Sveigjanleiki og sjálfstæði í starfi  
  • Frumkvæði og geta starfað sjálfstætt
  • Góð íslenskukunnátta
  • Góð almenn tölvukunnátt
Auglýsing stofnuð11. apríl 2024
Umsóknarfrestur6. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Hamraborg 8, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HjúkrunarfræðingurPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Sveigjanleiki
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar