Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Geðhjúkrunarfræðingur - Geðheilsuteymi taugaþroskaraskana

Hefur þú áhuga á að veitir þjónusta sem er heildræn og notendamiðuð með áherslu á samþætta nálgun. Teymið hefur að leiðarljósi að skoða alla þætti sem hafa áhrif á andlega heilsu.

Í boði er að vinna í frábæru þverfaglegu teymi með fjölbreytta námsmöguleika, innleiðingu í starf undir handleiðslu mentors og handleiðslu hjá geðhjúkrunarfræðingi.

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar eftir geðhjúkrunarfræðingi til starfa í nýtt þverfaglegt Geðheilsuteymi taugaþroskaraskana. Teymið er í stöðugri þróun, því gefst mikið tækifæri til að þróa faglega sérþekkingu innan geðhjúkrunar.

Teymið sinnir einstaklingum, 18 ára og eldri með þroskahömlun og klínískan geðrænan vanda og /eða krefjandi hegðun. Skjólstæðingar teymisins hafa oft á tíðum annan fjölbreytilegan taugaþroska og sjúkdóma s.s. einhverfu. Áhersla er lögð á þverfaglegt starf og unnið er þvert á stofnanir heilbrigðis og velferðarþjónustu á landsvísu.

Ef þú hefur áhuga á vinna í fjölbreytilegri samfélagsgeðþjónustu og í öflugri teymisvinnu, þar sem góður starfsandi ríkir, þá er þetta spennandi tækifæri.

Um er að ræða 50 – 100 % ótímabundið starf og ráðið er í starfið frá 1. ágúst eða eftir nánara samkomulagið.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Styðjandi samtalsmeðferð
  • Gerð meðferðaáætlana, endurmat og eftirfylgd
  • Lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða hjúkrun
  • Umsjón og yfirsýn yfir meðferð og úrræði notendahóps
  • Þverfagleg teymisvinna
  • Ráðgjöf og fræðsla til notenda, aðstandenda og stuðningsaðila
  • Skipuleggur og veitir fjölskyldustuðning
  • Heilsumælingar og ráðgjöf
  • Samvinna við aðra fagaðila innan sem og utan stofnunar
  • Þáttaka í þróun og uppbyggingu meðferðarteymis
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt hjúkrunarleyfi
  • Meistaranám eða diplómanám í geðhjúkrun skilyrði
  • Skipulagshæfni og áhugi á verkefnavinnu
  • Reynsla af teymisvinnu kostur
  • Góð samskiptahæfni og jákvætt viðhorf skilyrði
  • Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
  • Sjálfstæði, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Íslenskukunnátta skilyrði
Fríðindi í starfi
  • Heilsustyrkur
  • Stytting vinnuvikunnar
  • Tækifæri til sí- og endurmenntunar
Auglýsing stofnuð19. apríl 2024
Umsóknarfrestur13. maí 2024
Staðsetning
Vegmúli 3, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.HjúkrunarfræðingurPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar