
First Water
First Water starfrækir seiðaeldisstöð við Hveragerði og áframeldisstöð við Þorlákshöfn. Verkefnið nýtur afburða aðstæðna í Ölfusi þar sem gott aðgengi er að landrými, umhverfisvænni orku og ekki síst tæru ferskvatni og sjóvatni við kjörhitastig fyrir laxeldi. Uppbyggingin miðar að sjálfbærri og umhverfisvænni framleiðslu þar sem lax er alinn við kjöraðstæður í hreinum sjó sem dælt er upp í gegnum hraunlög á svæðinu og öll orka kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum vatns- og gufuaflsvirkjana Landsvirkjunar.
Lykillinn að velgengni félagsins mun liggja í mannauði þess og leggur félagið því mikla áherslu á að upp öflugan hóp reynslumikils og drífandi starfsfólks.
First Water kappkostar að bjóða upp á gott starfsumhverfi á skemmtilegum og samheldnum vinnustað

Líffræðingur
First Water leitar að metnaðarfullum og áhugasömum líffræðingi til starfa við landeldisstöðvar fyrirtækisins. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi. Starfið tilheyrir gæðadeild félagsins sem fer ört stækkandi.
Starfsstöðin er við Laxabraut í Þorlákshöfn.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Eftirlit með líffræðilegum þáttum í seiða- og áframeldi fyrirtækisins
- Greining á líffræðilegri framleiðslu og skýrslugerð
- Þátttaka í samkeyrslu og úrvinnslu gagna
- Samskipti við dýralækni
- Skýrslugerð, vikuleg og mánaðarleg
- Önnur líffræðitengd verkefni eftir þörfum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi; sjávarlíffræði, líffræði, sjávarútvegsfræði, eða skyldar greinar
- Reynsla af svipuðum störfum mikill kostur
- Góður skilningur á samspili vatnsgæða og velferð fiska
- Góð samskiptahæfni, sjálfstæð vinnubrögð og árangursmiðað hugarfar
- Góð tölvukunnátta
- Íslensku- eða enskukunnátta er skilyrði
- Hefur gaman af krefjandi verkefnum
- Vandvirkur einstaklingur sem gætir að eigin heilsu og öryggi
Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Ásbjörnsdóttir, gæðastjóri [email protected]
Umsóknafrestur er til og með 11. maí
First Water er framsækið íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem vinnur að uppbyggingu laxeldis á landi, og nýtir til þess náttúruauðlindir Íslands á sjálfbæran hátt. Lykillinn að velgengni félagsins mun liggja í mannauði þess og leggur félagið því ríka áherslu á öflugan hóp reynslumikils og drífandi starfsfólks.
Auglýsing birt25. apríl 2025
Umsóknarfrestur11. maí 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Laxabraut 21, 815 Þorlákshöfn
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (8)

Markaðsstjóri í dýraheilbrigði
Vistor

Viðskiptastjóri í dýraheilbrigði
Vistor

QA specialist
Alvotech hf

Líffræðingur
Verkís

Sérfræðingur á sviði umhverfisgæða
Umhverfis- og orkustofnun

Sérfræðingur í vatnamálum
Umhverfis- og orkustofnun

Heilbrigðiseftirlit - umhverfis- og mengunareftirlit
Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness

QC Analytical Testing - Scientist
Alvotech hf