
First Water
First Water starfrækir seiðaeldisstöð við Hveragerði og áframeldisstöð við Þorlákshöfn. Verkefnið nýtur afburða aðstæðna í Ölfusi þar sem gott aðgengi er að landrými, umhverfisvænni orku og ekki síst tæru ferskvatni og sjóvatni við kjörhitastig fyrir laxeldi. Uppbyggingin miðar að sjálfbærri og umhverfisvænni framleiðslu þar sem lax er alinn við kjöraðstæður í hreinum sjó sem dælt er upp í gegnum hraunlög á svæðinu og öll orka kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum vatns- og gufuaflsvirkjana Landsvirkjunar.
Lykillinn að velgengni félagsins mun liggja í mannauði þess og leggur félagið því mikla áherslu á að upp öflugan hóp reynslumikils og drífandi starfsfólks.
First Water kappkostar að bjóða upp á gott starfsumhverfi á skemmtilegum og samheldnum vinnustað

Öryggisstjóri
Við leitum að pottþéttum öryggisstjóra til að hafa umsjón með öryggismálum félagsins og sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum sem þeim tengjast.
Starfsstöðin er í höfuðstöðvum First Water í Kópavogi en felur einnig í sér vinnu á vettvangi uppbyggingar í Þorlákshöfn.
Helstu verkefni
- Umsjón og eftirlit með öryggismálum félagsins
- Áhættumat og innri úttektir á starfsstöðvum félagsins
- Öryggisnámskeið og fræðsla fyrir starfsfólk í samráði við fræðslustjóra
- Eftirlit með öryggiskerfi og öryggisbúnaði, aðgangsstýringu, brunakerfi, myndavélakerfum og hússtjórnarkerfi.
- Samskipti við lögreglu og aðrar opinberar stofnanir
- Utanumhald, greining og rannsóknir á frávikum og slysum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
- Þekking eða reynsla af sambærilegum verkefnum er kostur
- Gott vald á ritaðri og talaðri íslensku og ensku
- Frumkvæði, öguð vinnubrögð og greiningarhæfni
- Góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund
- Góð almenn tölvukunnátta
Nánari upplýsingar veitir Valgerður María Friðriksdóttir, mannauðsstjóri, [email protected]
Umsóknafrestur er til og með 4. maí
First Water er framsækið íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem vinnur að uppbyggingu laxeldis á landi, og nýtir til þess náttúruauðlindir Íslands á sjálfbæran hátt. Lykillinn að velgengni félagsins mun liggja í mannauði þess og leggur félagið því ríka áherslu á öflugan hóp reynslumikils og drífandi starfsfólks.
Auglýsing birt23. apríl 2025
Umsóknarfrestur4. maí 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Urðarhvarf 8, 203 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar