Heilsuvernd
Heilsuvernd
Heilsuvernd

Leitum að öflugum launafulltrúa!

Heilsuvernd er ört stækkandi fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem hefur sérhæft sig í heilsu- og vinnuverndarstörfum, almennri heilsugæsluþjónustu og heilbrigðisþjónustu fyrir hjúkrunarheimili. Markmið Heilsuverndar eru að hafa jákvæð áhrif á lífsgæði fólks og efla heilbrigði og vellíðan.

Heilsuvernd er skipuð sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem leggur áherslu á faglega og framúrskarandi þjónustu. Markmið Heilsuverndar er að hafa jákvæð áhrif á lífsgæði fólks og efla heilbrigði og vellíðan. Heilsuvernd býr yfir góðum starfsanda, samvinnu og metnaði starfsfólks.

Heilsuvernd óskar eftir að ráða launafulltrúa í fjölbreytt verkefni. Við leitum að talnaglöggum og metnaðarfullum einstaklingi sem hefur jákvæðni og lipurð í samskiptum að leiðarljósi og vill vera hluti af góðu teymi. Um fullt starf er að ræða en lægra starfshlutfall er samkvæmt samkomulagi. Almennur vinnutími er frá 8:00 til 16:00.

Hjá Heilsuvernd leggjum við okkur fram um að skapa glaðlegt og gott vinnuumhverfi, auk þess sem við leggjum mikinn metnað í að veita framúrskarandi þjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almenn launavinnsla
  • Eftirfylgni og skráningar í viðveru- og mannauðskerfi
  • Útreikningar og úrvinnsla tengt launavinnslu
  • Eftirfylgni með réttindum
  • Ráðgjöf og upplýsingagjöf til stjórnenda og starfsmanna
  • Úrvinnsla með skjöl úr launakerfinu
  • Sérstök umsjón með verkefnum í samráði við yfirmann
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi er æskileg
  • Reynsla af launavinnslu er æskileg
  • Tölugleggni, nákvæmni og góð færni í Excel og í notkun teninga
  • Góð þekking á kjaramálum og réttindum
  • Þekking á viðverukerfi MTP og H3 launa- og mannauðskerfi
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Góð þjónustulund og ánægja af samskiptum og ráðgjöf
  • Færni og reynsla af farsælu teymisstarfi er æskileg
  • Góð Íslenskukunnátta er æskileg
Auglýsing birt20. febrúar 2025
Umsóknarfrestur9. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Urðarhvarf 14, 203 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar