

Leitum að öflugum launafulltrúa!
Heilsuvernd er ört stækkandi fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem hefur sérhæft sig í heilsu- og vinnuverndarstörfum, almennri heilsugæsluþjónustu og heilbrigðisþjónustu fyrir hjúkrunarheimili. Markmið Heilsuverndar eru að hafa jákvæð áhrif á lífsgæði fólks og efla heilbrigði og vellíðan.
Heilsuvernd er skipuð sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem leggur áherslu á faglega og framúrskarandi þjónustu. Markmið Heilsuverndar er að hafa jákvæð áhrif á lífsgæði fólks og efla heilbrigði og vellíðan. Heilsuvernd býr yfir góðum starfsanda, samvinnu og metnaði starfsfólks.
Heilsuvernd óskar eftir að ráða launafulltrúa í fjölbreytt verkefni. Við leitum að talnaglöggum og metnaðarfullum einstaklingi sem hefur jákvæðni og lipurð í samskiptum að leiðarljósi og vill vera hluti af góðu teymi. Um fullt starf er að ræða en lægra starfshlutfall er samkvæmt samkomulagi. Almennur vinnutími er frá 8:00 til 16:00.
Hjá Heilsuvernd leggjum við okkur fram um að skapa glaðlegt og gott vinnuumhverfi, auk þess sem við leggjum mikinn metnað í að veita framúrskarandi þjónustu.
- Almenn launavinnsla
- Eftirfylgni og skráningar í viðveru- og mannauðskerfi
- Útreikningar og úrvinnsla tengt launavinnslu
- Eftirfylgni með réttindum
- Ráðgjöf og upplýsingagjöf til stjórnenda og starfsmanna
- Úrvinnsla með skjöl úr launakerfinu
- Sérstök umsjón með verkefnum í samráði við yfirmann
- Menntun sem nýtist í starfi er æskileg
- Reynsla af launavinnslu er æskileg
- Tölugleggni, nákvæmni og góð færni í Excel og í notkun teninga
- Góð þekking á kjaramálum og réttindum
- Þekking á viðverukerfi MTP og H3 launa- og mannauðskerfi
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð þjónustulund og ánægja af samskiptum og ráðgjöf
- Færni og reynsla af farsælu teymisstarfi er æskileg
- Góð Íslenskukunnátta er æskileg









