

Heilsuvernd óskar eftir sérfræðingum í öldrunarlækningum.
Hjá Heilsuvernd og dótturfélögum starfar öflugt teymi sérfræðinga sem sinna fjölbreyttum störfum á sviði heilbrigðisþjónustu. Markmið Heilsuverndar er að hafa jákvæð áhrif á lífsgæði fólks og efla heilbrigði og vellíðan.
Þjónusta Heilsuverndar er fjölbreytt og snýr m.a. að læknisþjónustu fyrir hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu, ráðgjöf tengda forvarnaverkefnum í öldrunarmálum auk þróunar nýrrar þjónustu á Vífilstöðum þar sem áhersla verður lögð á líknar- og bráðaþjónustu við aldraða til framtíðar.
Heilsuvernd er starfrækt í björtu og nýju húsnæði á besta stað við Elliðaárdalinn. Starfsandi og aðstaða er til fyrirmyndar og við höfum metnað til að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu fyrir alla sem til okkar leita.
Við leitum að einstaklingum sem hafa jákvæðni og góð samskipti að leiðarljósi auk reynslu og hæfni til að taka þátt í móta faglegt starf öldrunarsviðs og vinna að gæða- og umbótastarfi. Um er að ræða fullt starf en hlutastarf kemur vel til greina.
- Vinna á hjúkrunarheimilum
- Ráðgjöf og vinna á heilsugæslu
- Þáttaka í gæðavinnu og stefnumótum
- Íslenskt sérfræðileyfi í öldrunarlækningum
- Áhugi og löngun til þátttöku í þróunarverkefnum og umbótastarfi
- Jákvætt viðmót og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri













