
Eir hjúkrunarheimili
Eir hjúkrunarheimili í Grafarvogi tók til starfa árið 1993. Eir tryggir umfangsmikla og fjölbreytta starfsemi fyrir lasburða eldri borgara og er meðal stærstu hjúkrunarheimila landsins með samtals 185 pláss. Unnt er að bjóða sérlausnir fyrir ýmsa hópa svo sem aðstöðu fyrir blinda og sjónskerta hjúkrunarsjúklinga, einstaklinga með heilabilun á öllum stigum svo sem dagdeildir og heimilisdeildir. Á Eir er líka endurhæfingardeild þar sem einstaklingum frá Landspítala býðst endurhæfing eftir heilsufarsáföll. Á endurhæfingardeildinni hefur náðst frábær árangur þar sem yfir 90% skjólstæðinga útskrifast heim.
Hjá okkur starfar öflugur og fjölbreyttur hópur starfsfólks með fjölbreytta menntun og starfsreynslu að baki.
Ef þú vilt bætast í teymið okkar, sendu okkur þá umsókn !

4. eða 5. árs læknanemi - Eir endurhæfing
Auglýsum eftir læknanema sem em lokið hefur að lágmarki 4. ári í námi til að aðstoða sérfræðilækna á Eir endurhæfingu. Deildin er fjölbreytt og skemmtileg og sinnir í samstarfi við Landspítala öldrunarendurhæfingu sem framhaldsmeðferð eftir bráð veikindi eða brot. Deildin er með frábæran meðferðarárangur og þar starfar öflugt teymi starfsmanna ásamt þverfaglegu teymi lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkra- og iðjuþjálfara og félagsráðgjafa.
Um dagvinnustarf er að ræða en möguleiki er á að taka hjúkrunarvaktir utan dagvinnu og vera þá í vaktavinnu á móti sem getur aukið tekjuöflunarmöguleika.
Frábært starf fyrir þá sem vilja kynnast öflugu endurhæfingarteymi í öldrun. Hjá okkur starfa tveir sérfræðilæknar í öldrunarlækningum og einn sérfræðingur í heimilislækningum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Virk þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu undir leiðsögn sérfræðilæknis
- Almenn læknisstörf á deild undir leiðsögn sérfærðings
- Vinna við útskriftir og samskipti vegna sjúklinga
- Gerð beiðna og læknabréfa
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Að hafa lokið 4. ári í læknisfræði eða meira
-
Góð íslenskukunnátta er skilyrði
-
Reynsla af Sögu sjúkraskráningarkerfi er kostur
-
Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð, jákvæðni og góða samskiptafærni
-
Frumkvæði og faglegur metnaður í starfi
Auglýsing birt20. febrúar 2025
Umsóknarfrestur18. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Hlíðarhús 7, 112 Reykjavík
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Vaktavinna í neyðarskýli
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarfræðingur á göngudeild/ dagdeild gigtar
Landspítali

Almennur læknir - Hefur þú áhuga á skurðlækningum?
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur á smitsjúkdómadeild
Landspítali

Starfsmaður óskast í nýtt og spennandi starf
Barna- og fjölskyldustofa

Iðjuþjálfi - Yfirumsjón með iðjuþjálfun á Seltjörn
Seltjörn hjúkrunarheimili

Starf í teymi sálgæslu
Landspítali

Ísbúðin Okkar í Hveragerði leitar að rekstrarstjóra
Hristingur ehf.

Viltu vera á skrá? Læknir með lækningaleyfi
Landspítali

Almennur læknir á húð- og kynsjúkdómalækningar - tímabundin afleysing
Landspítali

Umönnun - Sólvangur
Sólvangur hjúkrunarheimili

Ert þú næsti sálfræðingur Vinnuverndar?
Vinnuvernd ehf.