Vinnuvernd ehf.
Vinnuvernd ehf.
Vinnuvernd ehf.

Ert þú næsti sálfræðingur Vinnuverndar?

Vegna aukinna umsvifa viljum við bæta við teymið okkar og leitumst eftir að ráða öflugan sálfræðing til að slást í för með okkur.

Um er að ræða dagvinnu í 80- 100% starfshlutfalli.

Vinnuvernd er framsækið þjónustu- og ráðgjafafyrirtæki sem leitast eftir því að efla heilbrigði einstaklinga og vellíðan á vinnustöðum. Hjá okkur starfar reynslumikill hópur fagfólks sem hefur sérhæft sig í þjónustu við atvinnulífið og einstaklinga. Teymið okkar samanstendur af hjúkrunarfræðingum, læknum, sálfræðingum, sjúkraþjálfara og móttökustjóra, en öll sameinum við krafta okkar í faglegri þjónustu til viðskiptavina.

Í dag þjónustum við stolt fjölmörg íslensk fyrirtæki, stofnanir og sveitafélög og fer þeim ört fjölgandi.

Við erum á spennandi vegferð og við getum ekki beðið eftir því að bæta góðu fólki við hópinn okkar!

Við hlökkum til að heyra frá þér.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Einstaklingsviðtöl
  • Fræðsla og þjálfun á vinnustöðum fyrir starfsfólk og stjórnendur
  • Handleiðsla og ráðgjöf við einstaklinga og hópa
  • Ýmis verkefni tengd mannauðsráðgjöf
  • Önnur tilfallandi verkefni sálfræðinga
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt starfsleyfi sálfræðings
  • Framúrskarandi færni í samskiptum og teymisvinnu
  • Lausnamiðuð og sjálfstæð vinnubrögð
  • Metnaður, jákvæðni og frumkvæði í starfi
  • Góð íslenskukunnátta, í mæltu og rituðu máli
  • Reynsla af mannauðsráðgjöf kostur
Fríðindi í starfi
  • Símastyrkur
  • Endurmenntunarstyrkur
  • Heilsustyrkur
Auglýsing birt25. apríl 2025
Umsóknarfrestur9. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Holtasmári 1, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar