Ráðgjafar- og greiningarstöð
Ráðgjafar- og greiningarstöð

Læknir

Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf læknis á nýju Greiningasviði. Á sviðinu er veitt þjónusta við ung börn, börn á leik-, grunn- og framhaldsskólaaldri og fjölskyldur þeirra. Leitað er að öflugum lækni sem hefur brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum fjölskyldum fatlaðra barna með þverfaglegu teymi starfsfólks stofnunarinnar. Barnalæknar auk unglækna sem eru í sérfræðinámi í barnalækningum eða á leið í slíkt nám eru sérstaklega hvattir til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Greining, ráðgjöf og eftirfylgd til fjölskyldna og fagfólks vegna barna með alvarlegar raskanir í taugaþroska. Hlutverk læknis er m.a. heilsueftirlit, orsakagreining og ráðgjöf til foreldra og þjónustuaðila
  • Vinna í þverfaglegum teymum. Læknir tekur þátt í athugun á börnum í samstarfi við aðra sérfræðinga
  • Þátttaka í fræðslu- og rannsóknarstarfi innan og utan stofnunarinnar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt lækningaleyfi
  • Sérfræðileyfi í barnalækningum er æskilegt en ekki skilyrði
  • Reynsla af þverfaglegu starfi við mat og ráðgjöf
  • Reynsla af fræðslu og rannsóknum
  • Mjög góð samskipta- og samstarfshæfni og færni til að starfa í teymi
  • Góð færni við að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Auglýsing birt14. febrúar 2025
Umsóknarfrestur24. febrúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Dalshraun 1, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar