Heilsuvernd
Heilsuvernd
Heilsuvernd

Heilsuvernd óskar eftir að ráða sérfræðinga í lyflækningum

Heilsuvernd Urðarhvarfi óskar eftir sérfræðinga í lyflækningum til starfa. Stöðin fer ört stækkandi og viljum við því bæta við í okkar sterka teymi. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingum sem hafa jákvæðni og góð samskipti að leiðarljósi og vilja vera hluti af öflugu teymi.

Hjá Heilsuvernd og dótturfélögum starfar öflugt teymi sérfræðinga sem sinna fjölbreyttum störfum á sviði heilbrigðisþjónustu. Markmið Heilsuverndar er að hafa jákvæð áhrif á lífsgæði fólks og efla heilbrigði og vellíðan. Heilsuvernd er starfrækt í björtu og nýju húsnæði á besta stað við Elliðaárdalinn. Starfsandi og aðstaða er til fyrirmyndar og við höfum metnað til að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu fyrir alla sem til okkar leita.

Um er að ræða fullt starf en hlutastarf kemur vel til greina. Við leitum að einstaklingum sem hafa jákvæðni og góð samskipti að leiðarljósi, eru sjálfstæðir í vinnubrögðum en vilja um leið vera hluti af sterku teymi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almenn móttaka
  • Læknisfræðileg ráðgjöf
  • Vinna á hjúkrunarheimilum
  • Trúnaðarlæknisstörf
  • Heilsufarsskoðanir
  • Heilsuefling
  • Þátttaka í vísinda-, þróunar og gæðastarfi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt lækningaleyfi
  • Sérfræðimenntun í lyflækningum, æskilegt er að vera með hjarta-, lungna- eða innkirtalækningar sem undirsérgrein.
  • Sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð
  • Jákvæðni og þjónustulund
  • Góð hæfni í samskiptum og teymisvinnu
Auglýsing birt20. janúar 2025
Umsóknarfrestur1. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Urðarhvarf 14, 203 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar