Sveitarfélagið Ölfus
Sveitarfélagið Ölfus

Leikskólinn Hraunheimar leitar að deildarstjóra

Leikskólinn Hraunheimar í Þorlákshöfn auglýsir eftir deildarstjóra sem hefur áhuga á að taka þátt í mótun og uppbyggingu nýs leikskóla. Hraunheimar er fjögurra deilda leikskóli sem mun opna 1. september 2025. Við leggjum áherslu á að skapa umhverfi þar sem börn læra í gegnum leik, þróa hæfni sína á fjölbreyttum sviðum og verða virkir þátttakendur í samfélaginu. Hugmyndafræði leikskólans byggir á læsi í víðu samhengi þar sem lögð er áhersla á eftirfarandi læsisþætti:

v Félags- og tilfinningalæsi

v Umhverfis- og samfélagslæsi

v Stafa- og stærðfræðilæsi

v Heilsulæsi

v Faglegt læsi starfsmanna og foreldra

Starfsmenn leikskólans munu vinna saman í teymum, þvert á deildir með það að markmiði að efla faglegt læsi starfsmanna, viðhalda og þróa stefnu leikskólans og byggja upp öflugt lærdómssamfélag innan leikskólans þar sem allir starfsmenn hafa rödd og fá tækifæri til að læra hverjir af öðrum.

Hægt er að lesa meira um hugmyndafræði Hraunheima hér.

Um er að ræða 100% stöðu og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 15. ágúst næstkomandi. Öll kyn eru hvött til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð

v  Leiða faglegt starf deildarinnar í samræmi við stefnu Hraunheima.

v  Skipuleggja, stýra og fylgja eftir starfi á deildinni í samstarfi við stjórnendur leikskólans

v  Tryggja að leikurinn sé í forgrunni náms og þroska barna

v  Vinna með einstaklingsmiðaða nálgun og stuðla að vellíðan og þroska allra barna á deildinni.

v  Vinna náið með foreldrum og veita þeim upplýsingar um þroska og líðan barna sinna.

v  Skrá og meta nám barna og stuðla að gæðastarfi á deildinni.

v  Utan um hald og skipulag á teymisvinnu starfsmanna á deildinni í samstarfi við leikskólastjóra, ásamt því að sitja í teymi.

Menntunar- og hæfniskröfur

v  Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf til kennslu í leikskóla.

v  Reynsla af starfi í leikskóla skilyrði.

v  Sterk leiðtogahæfni, skipulagshæfni og frumkvæði í starfi

v  Áhugi á nýsköpun í leikskólastarfi og faglegri þróun.

v  Góð samskiptahæfni og hæfni til að vinna í teymi.

v  Vilji og geta til að vinna í anda læsi í víðu samhengi með leikinn sem námsleið.

v  Gott vald á íslensku, kunnátta og geta til að tjá sig í ræðu og riti.

Auglýsing birt26. mars 2025
Umsóknarfrestur18. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
bárugata 22
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar