

Skólaliðar við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Lausar eru til umsóknar tvær stöður skólaliða við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Stöðurnar eru lausar frá 1.ágúst 2025. Um er að ræða tvær stöður. Önnur er 60% og hin 100%.
Í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar eru tæplega 110 nemendur. Skólinn er hluti af Skólamiðstöð þar sem náin samvinna er við leikskóla, tónlistarskóla og bókasafn. Nóg er af lausu húsnæði á Fáskrúðsfirði og í sveitarfélaginu. Mikil áhersla er lögð á teymisvinnu á öllum sviðum skólastarfsins og sameiginlegri ábyrgð í starfi, ekki síst í stjórnendateymi, umsjónarkennarateymum og lausnarteymi skólans.
Í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar er mikil áhersla lögð á velferð nemenda og starfsfólks og litið svo á að hún sé lykillinn að árangri í öllum verkefnum. Unnið er í anda leiðsagnarnáms og byrjendalæsis. Unnið er eftir metnaðarfullri áætlun gegn einelti og lögð er áhersla á ART kennslu. Stefnumörkun skólans tekur meðal annars mið af uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar sem miðar að því að ýta undir ábyrgðarkennd og sjálfsstjórn barna og unglinga. Skólinn tekur virkan þátt í ýmsu þróunarstarfi með öðrum skólum í Fjarðabyggð. Kjörorð skólans eru ,,ánægja, ábyrgð, árangur". Nánari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu, www.fask.is.
- Fylgjast með og aðstoða nemendur í leik og starfi.
- Móttaka á skólamat, afgreiðsla og frágangur í eldhúsi og matsal.
- Ræsting og almenn þrif samkvæmt ræstingaráætlun.
- Hreingerning skólahúsnæðis og gólfbón að vori og hausti.
- Umsjón með óskilamunum í skólanum.
- Kynna sér og framfylgja stefnu skólans og Fjarðabyggðar
- Ábyrgð í starfi og stundvísi.
- Sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Góð samvinnu- og samskiptahæfni.
- Jákvæðni og áhugi á að vinna með börnum.
- Frumkvæði í starfi
- Íslenskukunnátta á stigi C1 skv. Evrópska tungumálarammanum
















































