Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Frístundaleiðbeinandi við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar

Laus er til umsóknar staða frístundaleiðbeinanda við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Ráðið er í starfið frá 1.ágúst 2025. Starfið er í lengdri viðveru, Selið eftir hádegi. Vinnutími er frá 13:00-16:00.

Í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar eru tæplega 110 nemendur. Skólinn er hluti af Skólamiðstöð þar sem náin samvinna er við leikskóla, tónlistarskóla og bókasafn. Nóg er af lausu húsnæði á Fáskrúðsfirði og í sveitarfélaginu. Mikil áhersla er lögð á teymisvinnu á öllum sviðum skólastarfsins og sameiginlegri ábyrgð í starfi, ekki síst í stjórnendateymi, umsjónarkennarateymum og lausnarteymi skólans.

Í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar er mikil áhersla lögð á velferð nemenda og starfsfólks og litið svo á að hún sé lykillinn að árangri í öllum verkefnum. Unnið er í anda leiðsagnarnáms og byrjendalæsis. Unnið er eftir metnaðarfullri áætlun gegn einelti og lögð er áhersla á ART kennslu. Stefnumörkun skólans tekur meðal annars mið af uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar sem miðar að því að ýta undir ábyrgðarkennd og sjálfsstjórn barna og unglinga. Skólinn tekur virkan þátt í ýmsu þróunarstarfi með öðrum skólum í Fjarðabyggð. Kjörorð skólans eru ,,ánægja, ábyrgð, árangur". Nánari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu, www.fask.is.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoðar yfirmann frístundar við dagleg störf í frístund
  • Hjálpar nemendum við að skipuleggja og framkvæma ýmis þroskandi verkefni
  • Gefur nemendum tækifæri til að stunda heilsusamlega hreyfingu og þroskandi leiki jafnt inni sem úti
  • Aðstoðar nemendur í kaffi-og matartímum
  • Gætir fyllsta öryggis í vinnu með nemendum og forðast þær aðstæður sem geta reynst geta hættulegar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af starfi með börnum er æskileg.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Frumkvæði og skipulagshæfni.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Færni í að eiga gott samstarf við stjórnendur og samstarfsmenn.
Auglýsing birt1. apríl 2025
Umsóknarfrestur6. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (25)