
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu með rúmlega 5.500 íbúa. Það varð til við samruna 14 sveitarfélaga sem fór fram í nokkrum áföngum á árunum 1988 til 2018 og er Fjarðabyggð því eitt yngsta sveitarfélag landsins. Kjörorð Fjarðabyggðar er: Þú ert á góðum stað.
Í Fjarðabyggð eru stórbrotnir firðir og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Menning og fjölbreytt mannlíf er ekki síður minnistætt þeim sem heimsækja sveitarfélagið. Eitt af öðru raða lágreist sjávarþorpin sér meðfram strandlengjunni, hvert með sínum bæjarbrag og áhugaverðu sérkennum.
Bæjarkjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Það er þó ekki einhlítt. Neskaupstaður í Norðfirði er fjölmennasta byggðin, með um 1.500 íbúa, en minnst er Brekkuþorp í Mjóafirði með 15 íbúa. Á Eskifirði eru íbúar um 1.000 talsins og tæplega 1.300 búa á Reyðarfirði. Á Fáskrúðsfirði eru íbúar um 700, um 200 manns búa á Stöðvarfirði og í Breiðdal búa einnig um 200 manns.
Fjarðabyggð byggir á sterkum grunni hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnulífsins ásamt álframleiðslu og tengdum þjónustugreinum. Verslun og þjónusta gegna einnig mikilvægu hlutverki og hefur ferðaþjónusta vaxið hratt á undanförnum árum. Þá jókst mikilvægi landbúnaðar í Fjarðabyggð árið 2018 með sameiningu sveitarfélagsins við landbúnaðarhéraðið Breiðdal.

Sérkennari við Eskifjarðarskóla
Við Eskifjarðarskóla er laus staða sérkennara, um er að ræða framtíðarstarf. Ráðið er í starfið frá 1. ágúst n.k.
Í Eskifjarðarskóla eru 140 nemendur í 1. til 10. bekk, áhersla er á fjölbreytta kennsluhætti, vellíðan nemenda og góð samskipti. Leitað er að metnaðarfullum og skapandi einstaklingum sem eru tilbúnir að ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks. Í skólanum eru einnig til húsa: tónlistarskólinn, bókasafn bæjarins, elsta deild leikskólans og frístundin.
Einkunnarorð skólans eru: Áræði, færni, virðing og þekking.
Lögð er áhersla á skemmtilegt og skapandi skólastarf, leiðsagnarnám, samvinnu og sameiginlega ábyrgð.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinnur að uppeldi og menntun barna samkvæmt aðalnámskrá
- Teymisvinna vegna nemenda með sérþarfir
- Ráðgjöf til kennara og foreldra varðandi nám og kennslu
- Aðlögun á námsefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari
- Framhaldsnám er kostur
- Reynsla og áhugi á að vinna með börnum
- Jákvæðni, lipurð og færni í samskiptum
- Faglegur metnaður og frumkvæði
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
Auglýsing birt1. apríl 2025
Umsóknarfrestur22. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (37)

Þjónustufulltrúi fjölskyldusviðs
Fjarðabyggð

Matráður við leikskólann Eyrarvelli, Neskaupstað
Fjarðabyggð

Aðstoðarskólastjóri við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

List- og verkgreinakennari við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

Skólaliðar við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

Tungumálakennari við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

Frístundaleiðbeinandi við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

Sérkennari við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

Stuðningsfulltrúar við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

Umsjónarkennari við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

Kennari við Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla
Fjarðabyggð

Deildarstjóri við Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla
Fjarðabyggð

Umsjónarkennari við Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla
Fjarðabyggð

Umsjónarkennari við Eskifjarðarskóla
Fjarðabyggð

Kennari við Eskifjarðarskóla
Fjarðabyggð

Kennari fyrir nemendur með íslensku sem annað tungumál, ÍSAT
Fjarðabyggð

Umsjónarkennari í Nesskóla
Fjarðabyggð

Forstöðumaður frístundar við Nesskóla
Fjarðabyggð

Kennari við Nesskóla
Fjarðabyggð

Skólaritari í Nesskóla
Fjarðabyggð

Umsjónarkennari í Nesskóla
Fjarðabyggð

Raungreinakennari við Nesskóla
Fjarðabyggð

Deildarstjóri stoðþjónustu við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð

Íþróttakennari við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð

Náttúrugreinakennari við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð

Sérkennari við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð

Tungumálakennari við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð

Umsjónarkennari við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð

Aðstoðarskólastjóri við Eskifjarðaskóla
Fjarðabyggð

Leikskólakennari við leikskólann Eyrarvelli, Neskaupstað
Fjarðabyggð

Leikskólakennari við Leikskólann Lyngholt, Reyðarfirði
Fjarðabyggð

Deildarstjóri Leikskólinn Lyngholt, Reyðarfirði
Fjarðabyggð

Leikskólakennari við Dalborg, Eskifjörður
Fjarðabyggð

Leikskólakennari við Leikskólann Kærabæ, Fáskrúðsfirði
Fjarðabyggð

Deildarstjóri, Leikskólinn Kæribær, Fáskrúðsfirði
Fjarðabyggð

Leikskólakennari við Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla
Fjarðabyggð

Flokkstjórar í Vinnuskóla Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð
Sambærileg störf (12)

Stuðningsfulltrúi í Álfhólsskóla 70-100% starf
Álfhólsskóli

Álfhólsskól óskar eftir textílkennara 2025-2026
Álfhólsskóli

Kennari á miðstigi í Álfhólsskóla 2025-2026
Álfhólsskóli

Forfallakennari í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli

Leikskólastjóri óskast í Læk
Lækur

Heilsuleikskólinn Bæjarból auglýsir eftir leikskólakennara
Garðabær

Laus störf í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ
Hjallastefnan

Kennarar í Auðarskóla skólaárið 2025-2026
Auðarskóli

Stuðningsfulltrúi í félagsmiðstöð -Askja
Kringlumýri frístundamiðstöð

PISA - úrvinnsla svara
Mennta- og barnamálaráðuneyti

Viltu kenna bíliðngreinar við Borgarholtsskóla?
Borgarholtsskóli

Vinnuskóli - Biðlisti fyrir 18 ára og eldri
Hafnarfjarðarbær