
Leikskólinn Brákarborg
Í Brákarborg eru 120 börn skipt niður á sex deildir. Unnið er með opinn efnivið, jákvæðan aga og LAUSNAHRINGINN. Brákarborg er einn af elstu leikskólum í Reykjavík og hóf starfsemi sína árið 1952 í húsnæði að Brákarsundi 1.
Við erum með 36 stunda vinnuviku fyrir fulla vinnu frá janúar 2021.
Við erum í grónu hverfi milli Kleppsvegar og Sæviðarsunds og við Holtaveg til móts við Frístundamiðstöðina Glaðheima. Stutt er í Laugardalinn sem hefur upp á margt að bjóða og nýtist vel í leikskólastarfinu allan ársins hring.

Leikskólasérkennari/þroskaþjálfi í Brákarborg
Leikskólasérkennari / Þroskaþjálfi - Brákarborg
Jákvæður og áhugasamur leikskólasérkennari eða þroskaþjálfi óskast til starfa í leikskólanum Brákarborg sem er sex deilda leikskóli í 104 Reykjavík.
Brákarborg leggur áherslu á sjálfstæði barna og unnið er með jákvæðan aga í gegnum LAUSNAHRINGINN.
Unnið er eftir hugmyndafræði Caroline Pratt og John Dewey.
Brákarborg er Hinseginvænn starfsstaður sem hefur hlotið Regnbogavottun Reykjavíkurborgar. Þess vegna er vakin athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Reynsla og þekking er mikilvæg. Góð íslenskukunnátta algjört skilyrði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning í samstarfi við sérkennslustjóra og Lausnateymi ásamt deild barns.
- Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa.
- Að vinna að gerð einstaklingsnámskráa og fylgja þeim eftir.
- Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu og öðrum störfum innan leikskólans sem yfirmaður felur honum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Góð færni í samskiptum
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
Fríðindi í starfi
- Sundkort
- Menningarkort
- Heilsuræktarstyrkur
- 36 stunda vinnuvika fyrir fullt starf
- Samgöngustyrkur
Auglýsing birt23. apríl 2025
Umsóknarfrestur23. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Ármúli 28, 108 Reykjavík
Brákarsund 1, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Aðstoðarforstöðumaður í frístundastarfi fatlaðra barna/ungl
Kringlumýri frístundamiðstöð

Þroskaþjálfi / Sérkennari
Breiðagerðisskóli

Þroskaþjálfi - Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær

Forfallakennari - Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær

Leikskólakennari á Hnoðraból
Borgarbyggð

Leikskólakennari / leiðbeinandi
Leikskólinn Hagaborg

Leikskólakennari í Ævintýraborg við Nauthólsveg
Ævintýraborg við Nauthólsveg

Sérkennslustjóri óskast til starfa - Leikskólinn Bakkakot
LFA ehf.

Deildarstjóri Leikskólinn Lyngholt, Reyðarfirði
Fjarðabyggð

Leikskólakennari við Leikskólann Lyngholt, Reyðarfirði
Fjarðabyggð

Leikskólakennari í stöðu deildarstjóra
Leikskólinn Borg

Óska eftir leikskólakennari/ starfsmann á deild
Waldorfskólinn Sólstafir