

Kennari við Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla
Ert þú að leita að spennandi tækifærum til að hafa áhrif á næstu kynslóð í skapandi og fjölbreyttu umhverfi? Við hjá Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla erum að leita að kraftmiklu fólki til að slást í hópinn okkar fyrir skólaárið 2025-2026.
Leitað er að kennurum sem eru reiðubúnir að ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks sem innir af hendi skemmtileg og krefjandi störf með nemendum skólans.
Breiðdals-og Stöðvarfjarðarskóli er samrekinn leik-og grunnskóli og í honum eru nemendur á aldrinum 1 - 16 ára. Kennt er í báðum byggðakjörnum, Breiðdalsvík og Stöðvarfirði og nemendum á grunnskólaaldri er ekið á milli byggðakjarna
Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóli vinnur samkvæmt uppeldisaðferðinni Uppeldi til ábyrgðar. Skólinn tekur virkan þátt í ýmsu þróunarstarfi með öðrum skólum í Fjarðabyggð.
- Skipuleggur nám, kennslu og námsmat nemenda samkvæmt markmiðum og námskrá.
- Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum.
- Annast kennslu nemendahóps.
- Vinna með bekkjarbrag og menningu.
- Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
- Vinna samkvæmt stefnu skólans og taka þátt í þróunarverkefnum innan skólans.
- Leyfisbréf til kennslu, starfsreynsla er æskileg.
- Samskipta og samstarfshæfni.
- Frumkvæði og faglegur metnaður.
- Ábyrgð í starfi og stundvísi.
- Skipulagshæfileikar.
- Reiðubúin/n að takast á við nýjungar.
- Íslenskukunnátta á stigi C1 skv. Evrópska tungumálarammanum
















































