Leikskólinn Sunnuás
Leikskólinn Sunnuás

Leikskólakennari /leikskólaliði í leikskólann Sunnuás

Leikskólakennari / leikskólaliði óskast í 50%-100% starf á leikskólanum Sunnuás, Dyngjuvegi 18 Reykjavík. Starfið er laust nú þegar eða eftir samkomulagi.
  • Leikskólinn Sunnuás er 6 deilda leikskóli.
  • Við leitum eftir manneskju sem er til í að starfa í teymi þar sem fjölbreytileiki og mjög góður starfsandi ríkir.
  • Við leitumst eftir áhugasömum umsækjanda sem er tilbúinn að taka þátt í að skapa skemmtilegt og fræðandi umhverfi fyrir börnin okkar.
Við vinnum eftir hugmyndafræði Reggio Emilia sem Loris Malaguzzi var frumkvöðull af, einnig notumst við við kennsluaðferðina Leikur að læra, http://www.leikuradlaera.is sem er námsleið í kennslu ungra barna í gegnum hreyfingu og leik. Við leggjum einnig mikla áherslu á verkefnið Vinátta sem Barnaheill hafa umsjón yfir. En þetta verkefni er mjög gott í vinnu með félagsfærni barna sem og úrvinnslu og lausnum á erfiðum samskiptum.
Einkunnarorð skólans eru Virðing, Gleði og Sköpun.
  • Við leggjum mikla áherslu á góðan starfsanda þannig að hver og einn fái notið sín í starfi. Erum mjög dugleg að hlúa að starfsanda starfsmanna með gleði og skemmtilegum uppákomum.
Launakjör samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambandsins.
Nánari upplýsingar veitir Agnes Ólafsdóttir leikskólastjóri - agnes.olafsdottir01@reykjavik.is
Helstu verkefni og ábyrgð

Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • góð íslensku kunnáttu
  • sjálfstæð vinnubrögð og góð mæting
Fríðindi í starfi
  • 36 stunda vinnuvika miðað við fullt starf
  • Frítt í sund í allar sundlaugar í Reykjavík
  • Íþróttastyrkur eftir 6 mánuði í starfi
  • Frítt á söfn í Reykjavík og Borgarbókasafnið
  • Boðið er upp á heitan mat í hádeginu, morgunmat og síðdegishressingu.
Auglýsing birt16. október 2024
Umsóknarfrestur30. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Laugarásvegur 77, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Umönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)
Starfsgreinar
Starfsmerkingar